Verkir – Verkjakveikjur – Verkjastjórn

Hefst
Þriðjudaginn 16.janúar
Fer fram þrjá þriðjudaga, þann 16, 23, og 30. janúar 2024, kl. 16:00 – 18:00

Ertu að glíma við útbreidda verki, hlaupandi verki, alls konar verki og/eða vefjagigt. Á þessu námskeiði verður farið í tilurð verkja og afhverju sumir finna meira til en aðrir. Farið verður yfir verkjakveikjur í líkamanum, hvernig hægt er að vinna með þær og hafa þannig áhrif á verkjaupplifunina.

Þegar maður veit ekki afhverju maður er með verki þá er maður eðlilega áhyggjufullur, hræddur og kvíðinn. Það eykur á verkjaupplifunina. Þekking er stjórntæki.
Ert þú tilbúinn til að fræðast og læra inn á þinn líkama, verða sérfræðingur og forstjóri yfir þínu fyrirtæki, Ég ehf.

Uppsetning námskeiðs
16. janúar: Afhverju finnum við til? Hvenær eru verkir eðlilegt ástand, hvenær og afhverju fara þeir að verða óeðlilegir.
23. janúar: Verkjakveikjur í líkamanum. Kortlagning verkja og hjálpleg úrræði.
30. janúar: Verkjastjórn – Hvað get ég gert til að hafa áhrif á verki, verkjaköst og verkjaupplifun?

Kennarinn þinn
Ég, Sigrún Baldursdóttir er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur, já og svo tók ég sérfræðigráðu í manual therapy líka. Ég hef helgað mig gigtarfólki og mitt sérsvið er einkum fólk með vefjagigt enda rak ég Þraut – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma á annan áratug og hef haldið úti vefsíðunni www.vefjagigt.is í rúm 16 ár.

Kostnaður
Verð kr. 36.000.-

Ath. rétt þinn til endurgreiðslu frá stéttarfélagi

Hvar
Samkennd Heilsusetur – Tunguhálsi 19 – 2 hæð – 110 Reykjavík

Skráning hér: Google Forms

ATH: Takmarkaður fjöldi
Nánari upplýsingar: sigrun@endurheimt.is

Scroll to Top