Kristín Björnsdóttir

ADHD markþjálfi

Kristín hefur lokið námi sem sérhæfður ADHD markþjálfi fyrir einstaklinga með ADHD, og hafa grun um ADHD og aðstandendur þeirra. Hún býður einnig upp á almenna ráðgjöf, fræðslu og námskeið um ADHD fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Hvað er ADHD markþjálfun
ADHD markþjálfun gengur út á styrkleikamiðaða nálgun til að vinna á þekktum hindrunum í lífi einstaklinga með ADHD. Markmiðið er að einstaklingurinn nái betri skilning á því hvernig ADHD hefur áhrif á líf hans og þjálfi upp færni til að takast á við þær áskoranir m.a. að ná betri yfirsýn og stjórn á þáttum sem hafa áhrif á daglegt líf s.s. skipulag, tíma- og tilfinningastjórnun.

ADHD markþjálfun er ætlað að auka skilning á birtingarmyndum ADHD, bæta líðan og samkennd í daglegu lífi, auka færni við setja sér og öðrum mörk, auka hæfni í að forgangsraða og ljúka verkefnum. Ekki er nauðsynlegt að vera með ADHD greiningu til að nýta sér ADHD markþjálfun.

Sérfræði- og áhugasvið
Kristín hefur brennandi áhuga á að fræða og styðja ADHD samfélagið með ráðgjöf, fræðslu og námskeiðshaldi. ADHD markþjálfun á rætur að rekja til fræðigreina á sviði jákvæðrar sálfræði og þjálfunar. ADHD markþjálfun notast við mörg verkfæri persónulegrar eða hefðbundinnar markþjálfunar en fléttar saman faglegri þekkingu og reynslu sem hefur þróast til að hjálpa einstaklingum með ADHD.

Námskeið sem Kristín býður upp á eru m.a.

  • Námskeið fyrir konur með ADHD (grun um ADHD)
  • Námskeið fyrir 10-15 ára og foreldra/aðstandendur
  • Námskeið fyrir framhaldsskólanema og foreldra/aðstandendur
  • ADHD og vinnustaðurinn

Menntun og reynsla
Kristín er lauk ADHD marþjálfunarnámi frá ADD Coach Academy, ADDCA, í New York sem hefur vottun frá ICF og PAAC, alþjóðlegum fagfélögum markþjálfa.

Kristín er með meira en áratuga langan feril í sjálfboðaliða- og menntageiranum meðal annars hjá AUS, Rauða krossinum og AFS á Íslandi. Í störfum sínum vann hún meðal annars við stuðning við ungmenni og fjölskyldur þeirra ásamt því að hanna og halda námskeið um ýmis efni eins og fjölmenningarleg samskipti, mannréttindafræðslu og áhættustjórnun.

Hægt er að hafa samband við Kristínu í síma: 698 0174

Senda tölvupóst á: adhdsnilldin@gmail.com

Samfélagsmiðlar
Instagram: https://www.instagram.com/adhdsnilldin/
Facebook: https://www.facebook.com/profile.php?id=100085365970935
LinkedIN: www.linkedin.com/in/kristín-björnsdóttir-15955038

Scroll to Top