Lydía Ósk Ómarsdóttir

Sálfræðingur

Lydía Ósk sinnir meðferð og greiningu fullorðinna. Þar snýr meðferð helst að streitu, streitustjórnun, kulnun, kvíðavanda, þunglyndi og tilvistarkreppu. Lydía býður upp á aðstoð við fólk að lifa lífinu samkvæmt þeirra sanna sjálfi, að finna sinn tilgang og að hlusta á innsæi sitt.

Sérfræði- og áhugasvið
Lydía leggur áherslu á að mynda gott meðferðarsamband við skjólstæðinga sína, byggja upp öryggi og traust og mæta þeim þar sem þeir eru staddir hverju sinni.
Lydía styðst við hugræna atferlismeðferð (HAM) ásamt samkenndarnálgun í sinni meðferðarvinnu en nýtir einnig verkfæri úr öðrum meðferðarformum, allt eftir þörfum hvers og eins.

Menntun og starfsreynsla
Lydía útskrifaðist með Cand.psych. gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2011 og er með BA-gráðu í sálfræði frá sama skóla. Að auki hefur hún hefur mikla reynslu af fjölbreyttum störfum á vinnumarkaði, m.a. úr viðskiptaheiminum en Lydía hefur reynslu af mannauðsmálum, sölu, framkvæmd rannsókna, stjórnun, innleiðingu nýrra verkferla, breytingastjórnun, verkefnastjórnun, jafnlaunamálum og launagreiningum.

Scroll to Top