Þyri Ásta Hafsteinsdóttir

Atferlisfræðingur

Þyri sérhæfir sig í svefn- og hegðunarvanda barna. Hún býður upp á einstaklingsviðtöl og einstaklingsmiðaða meðferð þar sem foreldrar fá fjarþjálfun í að vinna með vanda barnsins.

Menntun og starfsreynsla
Þyri er með MSc í atferlisfræði og BSc í sálfræði frá HR. Hún er menntaður LET samskiptaráðgjafi frá Gordon Training og er viðurkenndur stjórnendamarkþjálfi frá HR og NLP-markþjálfi frá Bruen. Samhliða starfi sínu hjá Samkennd starfar Þyri sem atferlisfræðingur í geðheilsuteymi taugaþroskaraskana hjá heilsugæslu höfuðborgarinnar. Auk þess starfar hún sem sérfræðingur í svefn- og hegðunaranda barna hjá Háttatími.

Með þolinmæði og seiglu vinnum við saman í að bæta svefn og eða hegðun barnsins þíns.

Algeng vandamál tengd svefni barna

  • Eru ekki syfjuð þegar það er kominn háttatími
  • Eru háð hlutum til þess að sofna (t.d. ljósi eða tónlist)
  • Eru háð því að foreldri svæfi þau
  • Eru lengi að festa svefn
  • Hunsa fyrirmæli um háttatíma
  • Kalla eða koma fram
  • Koma upp í á nóttunni
  • Martraðir
  • Ná ekki ráðlögðum svefntíma
  • Næturtryllingur
  • Pissa undir

Algeng vandamál tengd hegðun barna

  • Lemja, sparka, klípa, klóra og öskra
  • Klósettvandi
  • Matavendni
  • Átök við vini og / eða bekkjafélaga
  • Fara ekki eftir fyrirmælum
  • Unglingavandi af ýmsum toga.
Scroll to Top