Lella Erludóttir

Markþjálfi

Lella er ACC vottaður markþjálfi frá International Coaching Federation (ICF), mannauðsráðgjafi og markaðssérfræðingur. Hún hefur fjölbreytta reynslu úr viðskiptalífinu og hefur ástríðu fyrir því að nýta aðferðir markþjálfunar til að hjálpa fólki og fyrirtækjum að ná vexti, vellíðan, jafnvægi og sátt. Lella er jafnframt með réttindi til að gera NBI huggreiningar, sem eru frábært tól til að öðlast dýpri skilning á manneskjum.

Lella er einstaklega fær í að skapa öruggt rými fyrir sína markþega og hún beitir innsæi og virkri hlustun á natinn og einlægan hátt.

Sérfræði- og áhugasvið
Lella sérhæfir sig í starfstengdri markþjálfun (career coaching), teymismarkþjálfun, fyrirtækjamenningu, uppbyggilegum samskiptum og styrkleikaþjálfun. Lella er baráttukona fyrir aukinni mennsku á vinnumarkaði og í fyrirtækjarekstri og hún hjálpar markþegum að ná dýpri tengslum við eigin tilfinningar og ástríður.

Lella hefur einnig ástríðu fyrir framgangi og krafti kvenna og nýtur þess að hjálpa konum að nýta styrkleika sína, finna sína rödd og leyfa henni að hljóma. Hún nýtur þess að lyfta konum upp og hjálpa þeim að blómstra á sínum forsendum.

Menntun og starfsreynsla

  • BA í sálfræði
  • MA í blaða- og fréttamennsku
  • MSc í Mannauðsstjórnun
  • Grunnnám í Markþjálfun (60 klst)
  • Framhaldsnám í Markþjálfun (170 klst)
  • ACC vottun
  • NBI Practitioner and 360° Coach
  • Workhuman® Certified Professional

Lella er sjálfstætt starfandi markþjálfi, teymisþjálfi, mannauðsráðgjafi, fyrirlesari og business coach. Lella situr í stjórn ICF félags markþjálfa á Íslandi.

Lella hefur fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur síðustu 15 ár starfað við markaðs- og sölumál í ferðaþjónustu. Hún hefur tekið þátt í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja, leitt breytingar, verið til ráðgjafar í mannauðsmálum og sinnt stjórnunarstörfum.

Markþjálfunarsamtöl fara fram á stofu Samkenndar eða í gegnum fjarfundarbúnað.

Þjónusta og bókanir

Þjónustur má sjá á Noona þar sem einnig er hægt að ganga frá bókunum. 

Hægt er að hafa samband við Lellu með því að senda tölvupóst á lella@lella.is eða hringja í síma 8681223

Miðlar:
LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/lellaerludottir/
Instagram: https://www.instagram.com/lella.markthjalfi/
Facebook: https://www.facebook.com/lella.markthjalfi
Tiktok: https://tiktok.com/lella.markthjalfi

11
Scroll to Top