Um Samkennd Heilsusetur

Velkomin til Samkenndar.

Samkennd heilsusetur var stofnað í janúar 2021 af Önnu Sigurðardóttur sálfræðingi. Markmiðið með stofnun Samkenndar var að skapa rými þar sem hægt væri að sækja umvefjandi þjónustu sem væri byggð á traustum og faglegum grunni, stuðlaði að almennri betri líðan, væri sjálfseflandi og heilandi fyrir líkama og sál.

Þar væri ennfremur hægt að sækja endurnærandi tíma í jóga, hugleiðslu eða djúpslökun, fræðslu og námskeið um málefni sem stuðla að betri heilsu fyrir líkama og sál, ásamt dýpri meðferðarvinnu ef þörf er á. Allir eiga að geta treyst því að hjá Samkennd fái þeir framúrskarandi þjónustu hjá vel menntuðum fagaðilum sem vinna fyrst og fremst með gott hjartalag og skilning að vopni.

Anna Sigurðardóttir
Sálfræðingur og framkvæmdastýra

Samkennd Heilsusetur er á Tunguhálsi 19, 2 hæð

Scroll to Top