Gunna Húnfjörð

Heilsunuddari

Gunna býður upp á staka tíma/viðburði og námskeið hjá Samkennd Heilsusetri.

Sérfræði- og áhugasvið
Gunna hefur brennandi áhuga á nuddi og þeim heilunar áhrifum sem það hefur.
Hún nýtur þess að miðla reynslu og þekkingu sinni á nuddi til annarra og gerir það á skemmtilegan hátt á námskeiðunum sínum þar sem hún mætir hverjum og einum einstakling þar sem hann er staddur hverju sinni.

Menntun og starfsreynsla
Gunna útskrifaðist sem heilsunuddari árið 2020 en hefur áður starfað sem m.a. snyrtifræðingur, vörumerkjastjóri og markaðsstjóri.
Hún fór í heilsunuddaranám eftir alvarlega kulnun og opnaði Dharma nudd- og snyrtistofu vorið 2020. Síðan hefur hún tekið að sér ýmsa kennslu og þjálfun. Hún kennir m.a. á Heilsunuddarabraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, þjálfar nuddboltatíma í Metabolic Reykjavík og býður upp á einka- og hópkennslu í ungbarnanuddi, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Samkennd Heilsusetri kennir hún hópnámskeið í m.a. paranuddi, óléttunuddi og sjálfsnuddi.

Hægt er að finna upplýsingar um komandi tíma/viðburði og námskeið á heimasíðu Dharma. Velkomið er hafa samband við Gunnu í gegnum netfangið gunna@dharmaheilsa.is.

Instagram: instagram.com/dharmaheilsa
Facebook: facebook.com/dharmaheilsa

Scroll to Top