Hildur Rut Björnsdóttir

Jógakennari og jóga nidra leiðbeinandi

Hildur býður upp á staka tíma/viðburði og námskeið hjá Samkennd Heilsusetri.

Sérfræði- og áhugasvið
Hildur hefur unun af að leiða tíma sem byggja á fjölbreytni og fá iðkendur til að átta sig á að í þeim býr mögulega meira en þeir hafa áttað sig á.
Henni finnst gott að ýta fólki aðeins út fyrir þægindarammann og horfa á möguleikana í þeirri alhliða hreyfingu sem jóga getur verið.
Jafnframt leggur hún áherslu á að hvert og eitt hlusti á eigin líkama og sýni sér mildi og æfi sig í að skilja egóið eftir fyrir utan jógasalinn, æfi sig í að átta sig á hvenær og hvaða skilaboð líkaminn er að gefa okkur og fylgja þeim.
Umfram allt er góð orka og gleði eitthvað sem skiptir Hildi máli að fólk finni fyrir í tímunum hennar. Hildur kennir frá hjartanu og orkan verður umvefjandi.

Menntun og starfsreynsla
Hildur útskrifaðist með jógakennararéttindi frá Shree Yoga árið 2020.
Hún hefur síðan bætt við sig Yoga Nidra og Yoga Nidra Advanced réttindum hjá Kamini Desai ásamt krakka yoga nidra.
Að auki hefur hún réttindi til að leiða Yin Yoga og bandvefslosunartíma.
Þorstinn í nýja vitneskju í tengslum við jógafræðin og hreyfingu er mikill og hún viðheldur og uppfærir sína þekkingu stöðugt með því að sækja fyrirlestra, tíma og fræðslu frá sér reyndari kennurum.

Hildur hefur kennt á eigin vegum undir nafni Jóga til Þín síðan í mars 2021.
Orkuflæðinámskeiðin sem og Jóga Nidra námskeiðin hennar hafa verið vinsæl og hefur myndast lítið fallegt samfélag í kringum Jóga til Þín tímana.
Ásamt því að vera sjálfstæð með námskeið og pop-up viðburði hefur Hildur leitt tíma í Dans&Jóga – Hjartastöðinni og í Hreyfingu.

Hægt er að finna upplýsingar um komandi tíma/viðburði og námskeið á Instagram- og Facebooksíðu Jóga til Þín. Velkomið er hafa samband við Hildi í gegnum netfangið jogatilthin@gmail.com.

Instagram: www.instagram.com/jogatilthin
Facebook: www.facebook.com/jogatilthin

Scroll to Top