Námskeið - hópmeðferðir
Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytt fræðslunámskeið og hópmeðferðarúrræði.
Í Samkennd Heilsusetri starfa reynslu miklir fagaðilar. Hægt er að panta hjá okkur fræðsluerindi, handleiðslu, vinnustofur og ýmsa fræðslupakka fyrir stærri og smærri hópa og fyrirtæki. Við bjóðum upp á námskeið og fræðsluerindi fyrir fyrirtæki, hópa og stofnanir sem og í gegnum fjarfundarbúnað.
Eftirfarandi málefni eru í boði:
- Kulnun, örmögnun og leiðin að bata
- Samkenndarstund með Yoga nidra
- Samkennd í eigin garð og sátt
- Streitustjórnun og seigla
- Streita og núvitund
- Drifkraftur og sátt
- Að lifa í jafnvægi
- Sjálfsöryggi í leik og starfi
- Sterkari sjálfsmynd
- Slökun og líkami minn (verklegt)
- Velgengni og vellíðan
- Heilsumarkmiðin mín
- Meðvirkni
- Samskipti
Á ensku:
NVC – Non Violent Communication – Power of positive and honest communication.
Creating one’s own reality- thoughts, emotions, actions.
Ath. að listinn er ekki tæmandi og við tökum vel á móti nýjum fyrirspurnum.
-
FeaturedUmbreytandi öndunarvinna – breathwork transformation (BWT)
Umbreytandi öndunarvinna er öndunartækni sem þróuð var af Dr. Itai Ivtzan, stofnanda School of Positive Transformation. Tæknin sameinar hringlaga öndun og núvitund til að losa um spennu og streitu og getur komið af stað breyttu meðvitundarástandi sem getur leitt til ótrúlegra breytingar.
-
FeaturedÓléttunuddnámskeið – 23. nóvember
Ætlað verðandi foreldrum þar sem móðir upplifir verki, þreytuverki eða bjúg á meðgöngu. Námskeiðið hentar sannarlega líka þeim sem líður vel á meðgöngunni og vilja læra heimanudd.
-
FeaturedMeðvituð líkamsrækt – Hefst 26. nóvember
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
-
FeaturedMeðvituð líkamsrækt og desember ró – Hefst 26. nóvember
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
-
FeaturedVinnustofa í stólavinnu (e. chair work) fyrir sálfræðinga
Laugardagana 17. og 24.jan @ 10-14
Stólavinna er góð viðbót og áhrifaríkt verkfæri í samtalsmeðferð og samþættist ýmsum meðferðarformum. Vinnustofan hentar vel þeim sálfræðingum sem eru byrjendur í stólavinnu, vilja efla núverandi starfshætti sína og notast við meðferðarformin Acceptance and Commitment Therapy (ACT), Cognitive Behavioral Therapy (CBT) og Compassion Focused Therapy (CFT).