Megi eilífðar sól á þig skína,
Kærleikur umlykja
Og þitt innra ljós þér lýsa,
áfram þinn veg.

Þjónusta

Fjölbreyttar lausnir sem henta ólíkum vanda

Fjölbreyttar lausnir

Við bjóðum upp á fjölbreytta og umvefjandi þjónustu vel menntaðra fagaðila. Notast er við árangursmiðaðar aðferðir til að leiðbeina skjólstæðingum á vegferð þeirra í átt að betri heilsu, vellíðan og sátt.

Á döfinni

Fjölbreytt fræðsla, námskeið og jógatímar í boði

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Views Navigation

Event Views Navigation

Today

Umsagnir

Fylgstu með!

Það er alltaf eitthvað um að vera
Instagram post 18039662609371906
Við kynnum með stolti Dr. Díönu Ósk Óskarsdóttur sem hefur hafið störf hjá okkur í Samkennd.
✨️Jóga Nidra hádegishleðsla✨️

Nýtt námskeið hefst 27. janúar í Samkennd Heilsusetri

Hvernig hljómar að nýta hádegið þitt til að endurhlaða þig og fara orkumeiri áfram út í daginn þinn?

Hildur Rut leiðir áfram jóga nidra djúpslökun í hádeginu á mánudögum.

Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. 
Á þessum 45 mínútum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð endurnærð/ur/t út úr tímanum. 
Iðkandinn er leiddur inn í djúpa slökun, inn í þögnina og kyrrðina handan hugans þar sem líkaminn, á þessu stigi slökunar, fær tækifæri til að heila sig, losa um streitu og ná betra jafnvægi. 

Það besta við jóga nidra er að það er ekki hægt að gera þetta vitlaust og þú liggur útaf allan tímann og slakar á og gefur eftir og æfir þig í að finna og vera í stað þess að hugsa og gera. 

Mánudaga frá 27. janúar - 17. mars
kl. 12.10 - 12.55

Verð: 24.900,- 8 skipti 

Skráning og nánari upplýsingar á jogatilthin@gmail.com

Hlýjar kveðjur, 
Hildur Rut 

Um kennarann:
Hildur Rut hefur lokið 200 klst jógakennaranámi hjá ShreeYoga, er með kennsluréttindi í Yin Yoga og Bandvefslosun ásamt því að vera Yoga Nidra Advanced leiðbeinandi frá Amrit Institute með aðferðum Kamini Desai, IAM YogaNidra. 
Hildur hefur haldið fjölda námskeiða á eigin vegum undir nafni Jóga til Þín síðan í ársbyrjun 2021.

https://samkennd.is/teymid/hildur-rut/
@jogatilthin

#nidra #magic #yoganidra #gefðuþértímafyrirþig #slaka #njóta #hádegishleðsla #recharge #letgo
Fagfólk Samkenndar þakkar innilega fyrir gott samstarf og allt það dýrmæta traust sem okkur var sýnt á liðnu ári. Við óskum þér og þínum góðra tengsla, heilbrigði og hugarró á nýju ári 🤎
Skilvirki Leiðtoginn – Umbótahugsun í lífi og starfi
✨ Glænýtt námskeið! ✨

Langar þig að ná meiri skilvirkni í lífi og starfi? Viltu læra aðferðir sem umbreytt hafa fyrirtækjum um allan heim og aðlaga þær að þínum persónulega eða faglega veruleika?

Á námskeiðinu lærir þú meðal annars að:
✅ Kortleggja það sem skiptir mestu máli með stefnumótun
✅ Skapa jafnvægi í lífi og starfi með Jafnvægis demantinum og lífshjólinu
✅ Einfalda og bæta nærumhverfið með 5S aðferðafræðinni
✅ Nýta skipulagsverkfæri til að fá betri yfirsýn yfir verkefni og aðgerðir
✅ Forgangsraða fyrir hámarks árangur – vinna að réttum hlutum á réttum tíma
✅ Nota núvitund til að draga úr streitu og auka einbeitingu

Þetta er námskeið fyrir þig ef þú:
➡️ Vilt byggja upp sjálfsaga og vinna markvisst að þínum markmiðum
➡️ Leitar leiða til að einfalda og bæta daglegt líf
➡️ Hefur áhuga á hagnýtum og prófuðum aðferðum til umbóta

Hvað færð þú út úr námskeiðinu?
Mikil sjálfsvinna, greining og hagnýt verkfæri sem þú getur strax nýtt í starfi eða einkalífi. Viðhorfið sem þú tileinkar þér á námskeiðinu getur umbreytt bæði hugsun þinni og aðferðum þínum í átt að skilvirkari framtíð.

🚀 Skráðu þig núna og taktu fyrsta skrefið í átt að betri stjórn á lífi þínu og starfi!
Instagram post 17999704028534146
Viltu bæta heilsuna og öðlast meiri aukna á nýju ári? 

Meðvituð líkamsrækt og slökun

hefst 6.janúar og stendur til á mánudögum og miðvikudögum í 12 skipti

Tímasetning: Kl: 19:30 – 20:30

Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur. Í lok hvers tíma er 10-15 mín leidd slökun með áherslu á núvitund. 

Sólveig hefur sjálf glímt við streitu og heilsubrest og hefur sett þetta námskeið saman úr því sem hefur reynst henni vel í átt að betri heilsu og bættari lífsgæðum ásamt fagþekkingu sinni. 

Hver og ein vinnur á sínum hraða og mikilvægt er að hlusta alltaf á eigin líkama. Það að öðlast aukin styrk og teygja og liðka líkamann vinnur gegn verkjum og stirðleika. Það er ekkert um hopp eða mikla ákefð.

Leiðbeinandi: Sólveig María Svavarsdóttir

​Kostnaður: Verð fyrir 12 tíma í 6 vikur er 26.900 kr

Skráning: Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á solvsvav@gmail.com
Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu. 

Námskeiðin sem eru í boði eru m.a bandvefslosun, heilun, jóga, mjúka leikfimi, paranuddi, samkennd, samskiptum og streitustjórnun.

Hjá okkur starfa jafnframt framúrskarandi fagfólk m.a atferlisfræðingur, félagsráðgjafi, fjölskyldu- og pararáðgjafar, heilari, markþjálfarar, sálfræðingar og sálmeðferðarfræðingur. 

Verið hjartanlega velkomin.#vellíðan #njóta #samkennd #hreyfing #joga
Scroll to Top

samkennd í

október

Heill mánuður af fræðsluerindum, jógatímum og kynningu á starfsemi Samkenndar. Njóttu með okkur þér að kostnaðarlausu.