Hugrún Sigurjónsdóttir

Sálfræðingur

Hugrún sinnir meðferð fullorðinna og hefur reynslu af meðhöndlun á þunglyndi, kvíða, streitu og áfallastreitu.

Sérhæfing og áhugasvið
Hugrún hefur lokið viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá hefur hún fengið handleiðslu og þjálfun í notkun á ACT (Acceptance and commitment Therapy) á vegum Reykjalundar. Hugrún er þýðandi bókarinnar Hamingjugildran sem byggir á ACT meðferðarstefnunni og kom út á íslensku í mars 2023.

Hugrún hefur reynslu af námskeiðshaldi og heldur reglulega námskeið um hugræna atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða og námskeið um meðhöndlun á lágu sjálfsmati á vegum Reykjalundar. Þá heldur hún reglulega fræðslu um hugræna atferlismeðferð og ACT á vegum Reykjalundar.

Hugrún er með verktakasamning við VIRK starfsendurhæfingu og sinnir málum þaðan.

Menntun og starfsreynsla
Hugrún lauk viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2021. Hún lauk cand.psych. gráðu frá Háskólanum í Árósum árið 2000 og hlaut í kjölfarið réttindi til að starfa sem sálfræðingur. Hugrún lauk BA prófi frá Háskóla Íslands árið 1993.

Hugrún hefur starfað sem sálfræðingur á Reykjalundi frá árinu 2021. Hún starfaði sem sálfræðingur í afleysingum við Heilsugæslu Austurlands (HSA) árið 2020-2021 og einnig í afleysingum á NFLÍ frá 2019-2020.

Hugrún starfaði í tvö ár hjá sálfræðistofu Suðurnesja (frá 2018-2020). Þá starfaði Hugrún sem sálfræðingur við nokkra grunnskóla í Kópavogi frá 2007-2017.

Hugrún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Scroll to Top