Ólöf Dröfn Eggertsdóttir

Sálmeðferðarfræðingur

Ólöf Dröfn er sálmeðferðafræðingur (e. psychotherapist) og leiðbeinandi í Simplicity Parenting. 

Hún sinnir meðferð fullorðinna, sérhæfir sig í meðhöndlun á einstaklingum sem vinna í heilbrigðisþjónustu eins og læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og sálfræðingum. Þar sem fólk glímir við lágt sjálfsmat, kvíða, streitu, kulnun/örmögnun, sorg, áfallastreitu, samskiptavanda og almennri tilfinningalegri vanlíðan. Ólöf Dröfn sinnir einnig útlendingum sem eiga erfitt með að aðlagast og pörum sem vilja vinna að meiri nánd í sambandinu sínu. 

Sérhæfing og áhugasvið
Ólöf Dröfn hefur sérhæft sig í einstaklingsmiðaðri meðferð (e. Person Centered Therapy) og hefur reynslu á eftirfarandi meðferðum, s.s samkenndarmeðferð (Compassion Focused Therapy, CFT), HAM (hugrænni atferlismeðferð) og hugrænni úrvinnslu meðferð (Cognitive Processing Therapy, CPT), frásagnarmeðferð (e. Narrative Therapy), sómatískri meðferð (e. Somatic Therapy). Jafnframt hefur hún góða reynslu af notkun og kennslu núvitundar (Mindfulness), og dáleiðslu í meðferð. Val á meðferðum miðast við þarfir skjólstæðings.

Ólöf Dröfn hefur sinnt hópmeðferð fyri bæði börn og fullorðna og foreldra fræðslu fyrir foreldra sem eiga börn með ADHD og á rófinu. 

Menntun og starfsreynsla
2011 lauk Ólöf Dröfn Masters of Science gráðu við Northeastern State University sem Sálmeðferðafræðingur (e. Counseling Psychology).

2009 BA gráða í sálfræði við Northeastern State University með viðskiptafræði sem aukagrein.

Frá árinu 2011 starfaði hún í Bandaríkjunum við greiningu og skrift á meðferðaráætlunum inn á geðspítala, sinnti hóp meðferðum og markþjálfun. Hún hefur sótt ótal námskeið síðan hún útskrifaðist í 2011.

Ólöf Dröfn er meðlimur í Sálmeðferðarfræðingafélagi Íslands eða SALM og fylgir siðareglum þeirra.

Scroll to Top