Berglind Sigmarsdóttir

Sálfræðingur

berglind@samkennd.is / 778 – 6550

Berglind sinnir einstaklingsmeðferð fyrir fullorðna og pararáðgjöf. Hún tekur á móti skjólstæðingum sem glíma við ýmis konar vanda, til dæmis þunglyndi, kvíða, erfiðleika við úrvinnslu tilfinninga og samskiptaerfiðleika. Hún tekur einnig á móti skjólstæðingum sem þurfa á stuðningi að halda af öðrum ástæðum. Aðferðir sem hún notar í vinnu sinni koma að mestu leyti úr skynheildarsálfræði (gestalt), þar sem áhersla er lögð á það að koma til móts við þarfir skjólstæðings á hverjum tíma, að skoða og skilja upplifanir skjólstæðingsins í samvinnu við hann og að koma af stað breytingaferli sem leiðir til aukinna lífsgæða fyrir viðkomandi.

Sérfræði- og áhugasvið
Berglind hefur mikinn áhuga á húmanískri sálfræði, sérstaklega gestalt-meðferð og fer reglulega á helgarnámskeið til að bæta þekkingu sína á því sviði. Hún getur unnið með ýmis vandamál og leggur áherslu á að skoða það sem er mikilvægt fyrir skjólstæðinginn á hverjum tíma.

Menntun og starfsreynsla
Berglind útskrifaðist með BS-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og með MS-gráðu í klínískri sálfræði fullorðinna vorið 2021 og fékk þar af leiðandi starfsleyfi sem sálfræðingur. Samhliða starfi sínu á Samkennd er hún í fjarnámi við Pacific Gestalt Institute í Los Angeles þar sem hún lærir gestalt-meðferð. Hún sækir einnig reglulega handleiðslu hjá reyndum sálfræðingum til þess að tryggja að skjólstæðingar fái sem besta þjónustu.

Scroll to Top