Forsíða » Námskeið og fræðsla » Námskeið
Námskeið
Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið. Yfirlitið hér að neðan sýnir hvað er framundan. Nánari lýsing og upplýsingar um skráningu eru í inni í hverju námskeiði fyrir sig.
Með því að smella á örina til vinstri við hliðina á „Today” má sjá þau námskeið sem þegar eru hafin og/eða eru í gangi.
Jóga Nidra hádegishleðsla – Hefst 27. janúar
Hvernig hljómar að nýta hádegið til að endurhlaða og fara orkumeiri áfram út í daginn? Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. Á þessum 45 mínútum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð endurnærð/ur/t út úr tímanum.
Orkuflæði – Mán & mið – Hefst 3. febrúar – Nokkur laus pláss
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
Seigla og sátt – Hefst hefst 11. febrúar
8 vikna Samkenndarmiðuð hópmeðferð (e. Compassion Focused Therapy). 8 vikna hópmeðferð, kennsla fer fram einu sinni í viku milli kl 13-15.
Paranuddnámskeið – 19. febrúar
Hentar vel fyrir pör sem vilja læra að nudda hvort annað almennilega á herðum, hálsi og höfði.
Tölum saman – Samskiptanámskeið – Hefst 24. febrúar
Það er fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líf okkar og það sem á sér stað í tengslum við annað fólk. Góð tengsl og góð samskipti eru grundvöllur fyrir vellíðan og velgengni á flestum sviðum lífs, bæði í einkalífinu og á vinnustaðnum. Næsta námskeið hefst 3.september og er 6 vikna námskeið. Kennt verður á þriðjudögum kl 10-12.
Gott jafnvægi – námskeið um streitustjórnun – Hefst 26. febrúar
Viltu skilja streitu betur og kunna leiðir sem virka fyrir þig til þess að minnka streitu í þínu lífi og hugsa betur um þig en jafnframt ná meiri árangri í lífi og starfi? Viltu skilja sjálfa þig betur og hvernig þú vilt eyða dögunum þínum?
Orkuflæði – Mán & mið – Hefst 3. mars – Laus pláss
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
Bandvefslosun með Heklu – Hefst 4.mars
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund.