Ljós í myrkri – Gjöf sem gefur

Ef þú ert að upplifa kvíða fyrir komandi mánuðum eða jólum. Finnur fyrir jólastressi, skammdegisþunglyndi, depurð eða sorg.

Þá hvetjum við þig til að vera samferða okkur.

Hvern þriðjudag í nóvember og desember mun fagfólk Samkenndar bjóða upp á fjölbreytta fræðslu, hvatningu leiðsögn eða hugleiðslustund.

Hægt er að fylgjast með inn á samskiptamiðlunum instagram og facebook undir nafninu samkenndheilsusetur

Allt efni verður svo aðgengilegt hvenær sem þér hentar að hlusta og hlúa að þér.

Við viljum með þessu styðja við þá sem vilja upplifa aukna hugarró, von og léttari lund. Að við getum öll fundið ljós í myrkrinu.

Kærleikskveðja, fagfólk Samkenndar Heilsuseturs

Scroll to Top