Endurheimtandi kvöldstund með hópnum þínum

Vilt þú njóta gæðastunda með hópnum þínum, stuðla að aukinni orku og fá verkfæri til að viðhalda henni?

Komdu þá til okkar á námskeið í eina kvöldstund þar sem þið fræðist um áhrif umhverfis á líðan, hagnýt inngrip jákvæðrar sálfræði og mikilvægi réttrar öndunar. Við byrjum og endum tímann á endurnærandi slökun.

Námskeiðið er 2 tímar, kennt frá kl. 17:00 – 19:00, mánudaga til fimmtudaga í húsakynnum Samkenndar Heilsuseturs. Við tökum á móti allt að 10 manns í einu en ef hópurinn er stærri þá getum við komið til ykkar ef þið eruð á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Verð fyrir allt að 10 manns er kr. 50.000 pr. hóp og 75.000 pr.hóp fyrir allt að 20 manns.

Við erum byrjaðar að taka á móti bókunum og verðum með námskeiðið fram til 14. Október.

Ef þú vilt frekari upplýsingar eða skrá hópinn þinn þá endilega hafðu samband í sylvia@styrkleikarogstefna.is

Leiðbeinendur:
Sylvía Guðmundsdóttir, ICF viðurkenndur markþjálfi, með Bs í sálfræði, Ms diploma í jákvæðri sálfræði og Ms í mannauðsstjórnun ásamt því að sitja í stjórn félags um jákvæða sálfræði. Sylvía er eigandi Styrkleika og stefnu og er hluti af faglegu teymi Samkenndar Heilsuseturs.
Auður Svavarsdóttir, Garðyrkjufræðingur og menntuð Yoga kennari. Hún mun m.a. fræða okkur um mikilvægi réttrar öndunar og leiða okkur í slakandi hugleiðslur.

Fróðleikur um námskeið
Hagnýt inngrip jákvæðrar sálfræði
Um aldarmótin 2000 jókst áhugi á að rannsaka nánar þætti sem skapa vellíðan og jákvæðan vöxt hjá einstaklingum, samfélaginu og stofnunum. Úr varð það sem við þekkjum í dag sem jákvæða sálfræði sem skilgreina má sem “þekking á hvað gerir lífið þess virði að lifa því”.
Jákvæð inngrip eru verkfæri sem ætlað er að kalla fram jákvæða breytingu hjá fólki. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á mælanlegan árangur inngripa á vellíðan og lífsánægju. Eitt af því sem er svo frábært við inngripin er að þau eru einföld í framkvæmd og eitthvað sem allir ættu að geta nýtt sér.

Áhrif umhverfis á líðan
Umhverfið hefur svo sannarlega áhrif á líðan okkar hverju sinni. Ákveðið umhverfið er betur til þess fallið að auka orkuna okkar og veita sálfræðilega endurheimt skv. kenningum Umhverfissálfræði.

Slíkt umhverfi þarf að búa yfir fjórum þáttum sem eru 1. fjarlægð frá daglegu áreiti, 2. Vekur hrifningu, 3. Er fjölbreytt og viðheldur athygli okkar áreynslulaust og 4. Uppfyllir þarfir okkar, t.d. til hreyfingar. Náttúran er kjörin staður til endurheimtar en það er ekki öllum gefið að komast út og njóta hennar. En þá er hægt að færa hluta af náttúrurunni inn og skapa endurheimtandi umhverfi heima, á vinnustaðnum eða hvar sem er.

Öndun og slökun

Scroll to Top