Kæri fagaðili,
Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig!
Á þessu fræðsluerindi er farið yfir þá þætti sem mikilvægt er að fagaðilar sem starfa í umönnun hafi í huga til að koma í veg fyrir að brenna ekki út heldur haldi heilsu og blómstri.
Farið er yfir eftirfarandi þætti:
Þekktu eigið verkfæri
Hvernig aukin sjálfsþekking á eigin styrkleikum og annmörkum eykur styrk og getu fagaðilans til að takast betur á við krefjandi samskipti og verkefni í starfi. Mikilvægi þess að þekkja pytti huga og taugakerfis svo við getum verið betur undirbúin og unnið betur úr erfiðum aðstæðum. Aukin þekking á því af hverju það getur verið erfitt að setja mörk á milli einkalífs og starfshlutverks.
Styrktu vinnusjálfið og hlutverk þitt
Farið er yfir leiðir til að getað sett skýrari mörk á milli hlutverka í einkalífi og starfi. Byggja upp styrk og varnir gagnvart vanlíðan annarra ásamt því að getað verið til staðar, hlustað og leiðbeint. Öðlast aukið hugrekki til að standa með sér og nægt innra öryggi til að þola eigin vanlíðan sem og annarra.
Staldraðu við
Farið er yfir mikilvægi þess að við stöldrum reglulega við yfir vinnudaginn og sinnum endurnærandi athöfnum s.s samkenndarstund og djúpöndun. Það stuðlar að slökun varnarkerfis og streitu og virkjar sefkerfið. Æfingar sem ýta undir betri enduheimt á vinnutíma, aukinni einbeitingu og athygli til að getað haldið krefjandi verkefnum áfram, eru kynntar.
Mikilvægi tengsla
Rætt er um kosti þess að þyggja og sinna handleiðslu reglulega, bæði frá jafningum í starfi sem og utanaðkomandi fagaðilum. Að finna til stuðnings og skilnings annarra í sama starfi er mikilvægt og gott er að getað leitað til jafningja eftir styrk og leiðsögn. Finna að við erum ekki ein að takast á við upplifanir okkar og verkefni.
Bjargráðin mín
Kynntar eru leiðir og verkefni þar sem þátttakendur skoða ýmsa þætti í leik og starfi. Skrái niður hverjar þarfir þeirra eru, sem og hindranir, til að getað fylgt starfinu eftir ásamt því að hlúa að sjálfum sér.
Fyrirlesari: Anna Sigurðardóttir, sálfræðingur
Netfang anna@samkennd.is