Fjölskyldur, pör / hjón

Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu fyrir foreldra, fjölskyldur og pör.

Fjölskyldufræðingur

Fjölskyldufræðingur aðstoðar fjölskyldur við að takast á við erfiðar aðstæður, vinnur með samskipti foreldra og barna, sætta ágreining, takast á við tilfinningaleg mál, styrkja tengsl og hlúa að góðum samskiptum og fjölskylduanda.

Fjölskyldufræðingur aðstoðar einnig við að takast á við áskoranir stjúpfölskyldunnar. Fjölskyldufræðingur býður upp á að styrkja foreldrasamvinnu eftir skilnað og styrkja tengsl foreldra og barns eftir skilnað.

Sigríður Anna

Fyrir pör og hjón

Við bjóðum jafnframt upp á þjónustu við pör og hjón sem vilja gefa sambandi sínu sérstakan tíma til þess að hlúa að því. Efla árángursrík samskipti, byggja upp traust, styrkja nánd og tilfinningatengsl, auka á virðingu og ást, og taka á ágreiningi og missætti.

Ef annar makinn hefur ekki áhuga á að koma er hægt að koma einn til þess að kynnast sjálfum sér betur og átta sig frekar á hvernig líðanin er með sambandið. Einnig er veitt aðstoð við að ljúka sambandinu ef því er að skipta.

Berglind
Sálfræðingur
Ólöf Dröfn
Sálmeðferðar-fræðingur
Sigríður Anna
Félagsráðgjafi

Foreldrar

Atferlisfræðingur aðstoðar foreldra barna sem eiga við svefn- og hegðunarvanda að stríða. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og fylgt eftir með áætlun og foreldrum kennt að framkvæma hana.

Þyri Ásta
Atferlisfræðingur
Scroll to Top