Einstaklingar

Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl og þjónustu fyrir einstaklinga og miðast hver meðferð við vanda og þarfir skjólstæðings. Hver fagaðili byggir meðferðir sínar á árangursmiðuðum og gagnreyndum aðferðum út frá sinni sérfræðiþekkingu. Sumir fagaðilar veita einnig fjarþjónustu ef það hentar betur.

Atferlisfræðingur

Í gegnum fjarviðtöl aðstoðar atferlisfræðingur foreldra við að bæta svefn og eða hegðun barna sinna. Foreldrar fá einstaklingsmiðaða áætlun fyrir barnið sitt sem tekur mið af þeirra aðstæðum. Að auki fá foreldrar daglega eftirfylgd á meðan meðferð stendur yfir.

Þyri Ásta

Félagsráðgjafi

Félagsráðgjafi veitir einstaklingsmeðferð m.a. við meðvirkni, litlu sjálfstrausti, brotinni sjálfsmynd, samskiptaerfiðleikum, ofbeldi í samböndum, finna jafnvægi í daglegu lífi og draga úr streitu. Einnig að þjálfa djúpslökun og finna hugarró. Félagsráðgjafi styður við þá sem vilja vinna í væntumþykju í eigin garð, draga úr niðurbrjótandi hugsunum og tilfinningalegri vanlíðan, brjóta upp óheilsusamlegan vana og takast á við breytingar.

Sigríður Anna

Heilari

Engla Reiki heilun er mjúk en kröftug heilunaraðferð. Rannsóknir hafa sýnt að meðferðin hjálpar við að róa taugakerfið, minnka streitu, draga úr kvíða og þunglyndi, minnka verki, draga úr þreytu. Meðferðin hentar öllum.

Maríanna

Markþjálfar

Markþjálfun er viðurkennd aðferð sem er ætlað að skerpa framtíðarsýn og auðvelda markmiðasetningu. Unnið er með persónustyrkleika og hvernig þeir geta nýst til að setja upp aðgerðarplan og ná settum markmiðum. Aðferðin hentar öllum þeim sem vilja vaxa í lífi og starfi.

Kristín
Maríanna
Sylvía

Sálfræðingar

Bjóða upp á greiningu geðræns vanda og einstaklingsmeðferðir, meðal annars við kvíða, lágu sjálfsmati, streitu, kulnun, örmögnun, áráttu og þráhyggju, þunglyndi, ástvinamissi, sorg og áföllum. Einnig meðferðir til að takast á við tilfinningalegar hliðar ófrjósemi, alhliða heilsueflingu, markmiðasetningu, á hegðunarbreytingum o.fl.

Anna
Berglind
Hrafnheiður
Hugrún
Kristín Linda
Lydia
Lynda

Sálmeðferðarfræðingur

Sálmeðferðarfræðingur veitir meðhöndlun við lágu sjálfsmati, kvíða, streitu, kulnun/örmögnun, sorg, áfallastreitu, samskiptavanda og almennri tilfinningalegri vanlíðan.

Ólöf Dröfn

Stjórnunarráðgjafi

Stjórnunarráðgjafi hjálpar þér að leysa áskoranir sem starfsmenn, stjórnendur, teymi og fyrirtæki standa frammi fyrir með nútíma stjórnunaraðferðum. Horft er til hugarfars, hegðunar og vinnustaðamenningar ásamt því að bjóða allskyns tól og eftirfylgni til stuðings á breytingavegferð.

Maríanna
Scroll to Top