Næsta námskeið
17. október
Tímasetning
Þriðjudag 17.okt 10:00-11:00 og fimmtudag 19.okt 10:00-11:00 (velkomið að taka brjóstabörnin með). Tveir dagar, 1 klst í senn.
Fyrir hverja
Mæðrum sem finna fyrir vöðvabólgu vegna brjóstagjafar.
Markmið námskeiðsins
Kenna mæðrum að minnka vöðvaverki og mýkja upp stífa vöðva á baki, herðum og brjóstkassa.
Dagskrá
Fræðsla um líkamsbeitingu, orsakir og afleiðingar vöðvabólgu.
Kennsla í sjálfsnuddi með nuddboltum.
Kennsla í teygjum og æfingum sem hjálpa til við rétta líkamsbeitingu
Kostnaður
19.900 kr. Innifalið eru nuddboltar að andvirði 4.900 kr.
Athugið að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. Einnig geta atvinnuleysisbótaþegar sótt um greiðsluþátttöku hjá Vinnumálastofnun. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
Leiðbeinandi
Leiðbeinandi er Gunna Húnfjörð, heilsunuddari og móðir. Hún rekur nudd- og snyrtistofuna Dharma heilsa í Mosfellsbæ ásamt því að halda reglulega námskeið fyrir fólk sem vill líða betur á líkama og sál.
Skráning
Skráning fer fram á dharmaheilsa.is/voruflokkur/namskeid/
Ath. einungis 5 pláss í boði á hverju námskeiði. Skráningarfrestur er til 14.okt 2023.