Hvers þarfnast ég og líkami minn núna?

Ert þú að upplifa erfiða verkja daga eða bakslag?

Þá daga sem líkaminn er stirður eða verkjaður er gott að spyrja sig spurningarinnar; „Hvers þarfnast ég og líkami minn núna? “

Á svona dögum getur stundum verið erfitt að átta sig á því hvort maður þarfnist hvíldar eða hreyfingar.

Ef þú tekur ákvörðun um að hvíla þig leyfðu þér þá að gera það heilshugar, án samviskubits, og sjáðu hvort þér líði betur.

En ef þú ákveður að nota hreyfingu til að losa um verki og stirðleika þá er gott að hafa í huga að taka létta æfingu t.d göngutúr eða teygjuæfingar.

Passa upp á að hreyfingin sé ekki að valda þér meiri sársauka eða vanlíðan.

En sama hvað þú ákveður að gera, þá skaltu reyna að gera það á þann hátt að þú sýnir líkama og líðan þinni virðingu.

Líkami þinn verður þér þakklátur fyrir að þú hlustaðir á hann. Veittir honum það sem hann þarfnaðist til að halda áfram að vera til staðar fyrir þig og ykkar lífsins verkefni

Þakklát/ur fyrir að þú gafst þér þessa stund til að hlúa að þér af umhyggju og kærleika.

Scroll to Top