Kulnun, örmögnun og leiðin að bata

Vegna mikillar ánægju og eftirspurnar bjóðum við aftur upp á fræðsluerindið “Kulnun, örmögnun og leiðin að bata”
 
Hvenær: Upplýsingar um næsta námskeið verða auglýstar síðar.
Hvar: í gegnum Teams fjarfundarforritið, þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti.

Markmið
: Fjallað verður um orsakir og einkenni kulnunar og örmögnunar, afleiðingar þess á líf og starf einstaklinga, hvernig best sé að hlúa að sér, vinna að bata og takast á við hægfara bataferli.
 
Anna Sigurðardóttir sálfræðingur miðlar fagþekkingu sinni á efninu ásamt dæmum að persónulegri reynslu sinni af örmögnun.
Hentar: Fræðsluerindið hentar öllum þeim sem eru að upplifa einkenni kulnunar eða örmögnunar, aðstandendum þeirra og áhugasömum um málefnið.
 
Verð: 12.300 kr (greiðsluseðill sendur í heimabanka)
 
Stéttarfélög greiða flest niður kostnað ef þeim er send greiðslukvittunin.
Ekki er hægt að fá eindurgreitt ef tilkynnt er um forföll innan við 2 sólarhringum áður en fræðsla
hefst.
 
Anna Sigurðardóttir er sálfræðingur sem hefur mikla reynslu af því að vinna með lágt sjálfsmat, streitu/kulun, örmögnun, kvíða, sorg, áföll, samskiptavanda og almenna tilfinningalega vanlíðan. Jafnframt hefur hún áratuga reynslu og þekkingu af því að vinna með alhliða heilsueflingu, markmiðasetningu og hegðunarbreytingar. Anna er eigandi Samkenndar Heilsuseturs.
 
Athugið að þessi viðburður er fræðsla en ekki klínísk meðferð.
 
Scroll to Top