adm_sam3289

Hlúðu að þér í fríinu

Hver kannast ekki við það að koma úrvinda af þreytu heim eftir helgar- eða sumarfrí með fjölskyldunni?

Þegar fjölskyldan fer í ferðalag saman er mikilvægt að passa uppá að staldra við og taka stöðuna á sér reglulega, bæði líkamlega og andlega.

Þannig getum við heyrt/skynjað ef líkaminn þarfnast hvíldar og hleðslu og fylgt því eftir með ýmsum hætti.

Hlúðu að þér í fríinu Nánar »

Ert þú sátt/ur með líf þitt?

Ef við viljum lifa lífi okkar í sátt við sjálf okkur og aðra þá er mikilvægt að gera reglulegt endurmat á því hvernig við forgangsröðum orku og tíma okkar, bæði í leik og starfi.
Ein leið til að gera það er að ímynda sér að að við séum við eigið dánarbeð, horfum tilbaka á líf okkar sem liðið er. Spyrjum okkur hvort við getum verið sátt við það hvernig við höfum lifað lífinu, ef það héldi áfram eins og það er í dag.

Ert þú sátt/ur með líf þitt? Nánar »

Betri geðheilsa með hreyfingu!

Flestir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stunda reglubundna hreyfingu til að hlúa að líkamlegri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma seinna meir.
Það sem er ánægjulegt að sjá er að sífellt fleiri virðast einnig gera sér grein fyrir mikilvægi reglubundnar hreyfingar til að stuðla að góðri geðrænni heilsu.

Betri geðheilsa með hreyfingu! Nánar »

Scroll to Top