Næsta námskeið
24. janúar 2024
Dagsetning / tímasetning
Þriðjudag 23. janúar 19:00 – 21:00
Fyrir hverja
Verðandi foreldra þar sem móðir upplifir þreytuverki eða bjúg á meðgöngu. Námskeiðið hentar sannarlega líka þeim sem líður vel á meðgöngunni og vilja læra heimanudd.
Fjöldi skipta
Eitt skipti, 2 klst.
Markmið námskeiðs
Kenna verðandi foreldri að nudda óléttu konuna sína til að létta á verkjum, þreytu og bjúg.
Dagskrá/uppsetning námskeiðs
Kennsla í nuddi á;
- fætur og fótleggi
- mjaðmir og mjóbak
- herðar og brjóstbak
Kostnaður per par
17.900 kr.
Athugið að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. Einnig geta atvinnuleysisbótaþegar sótt um greiðsluþátttöku hjá Vinnumálastofnun. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
Leiðbeinandi
Gunna Húnfjörð er heilsunuddari og móðir. Hún rekur nudd- og snyrtistofuna Dharma heilsa í Mosfellsbæ ásamt því að halda reglulega námskeið fyrir fólk sem vill líða betur á líkama og sál.
Skráningarupplýsingar
Skráning fer fram á https://dharmaheilsa.is/voruflokkur/namskeid/
Ath. einungis 3 pláss í boði á hverju námskeiði. Skráningarfrestur er til 20. janúar 2024.