Jóga Nidra hádegishleðsla

Námskeið framundan

Næsta námskeið hefst 8. janúar og er til 26. febrúar (enginn tími 22. janúar).
Tímarnir verða á mánudögum kl. 12.10 – 12.55.
7 skipta námskeið
Verð kr. 20,900. 

Um Yoga Nidra og námskeiðið
Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla þar sem iðkendur eru leiddir inn í djúpslökun með ýmsum hætti með því markmiði að hámarka hvíld og endurheimt. Í gegnum djúpslökun, hugleiðslur og öndunaræfingar leiðum við hugann frá streituvaldandi hugsunum yfir í ró og sefum hugann. Þegar líkaminn kemst á dýpsta svið slökunar, milli svefns og vöku, getur hann farið að heila sig, losað um streitu og náð aftur jafnvægi.

Rannsóknir benda til þess að með reglulegri Yoga Nidra iðkun eigum við auðveldara með að virkja slökunarviðbragð líkamans (e. Relax response), ná betri hvíld og endurheimt og stuðlum að auknu streituþoli.

Leiðbeinandi
Hildur Rut Björnsdóttir jógakennari
Skráning á jogatilthin@gmail.com.

Scroll to Top