Stuðningshópur fyrir þá sem eru að takast á við streitu, kulnun eða örmögnun.
Markmið
Að þátttakendur eigi í samskiptum við aðra sem eru að upplifa svipaðan heilsubrest. Þyggi faglegan stuðning og leiðsögn sálfræðings. Fái rými til að tjá líðan sína, upplifun af veikindum og bataferlinu. Skiptist á skoðunum, veiti og þyggi skilning, samkennd og hlýju. Hóp stuðningur veitir þátttakendum hvatningu og von, sem er sannarlega þarft í því langa bataferli sem fylgir oft kulnun og örmögnun.
Það er ekki sett sú krafa á þátttakendur að þeir sinni heimaverkefnum milli funda ef þeir eru í miklu endurhæfingarprógrammi. Tímarnir eiga að vera til að létta á líðan, virkja samkennd í eigin garð og auka drifkraft í löngu bataferli.
Hefst 17. janúar 2023.
Hentar
Öllum þeim sem eru að upplifa truflandi einkenni streitu, kulnunar eða örmögnunar.
Hvar
Námskeiðið fer fram í notalegum sal Samkenndar Heilsuseturs að Tunguhálsi 19.
Hvenær
Hist verður einn þriðjudag í mánuði, tvo tíma í senn frá janúar fram í maí. Alls fimm skipti eða dagana 17.jan, 14.feb, 14.mars, 18.apríl, og 16.maí kl. 19-21.
Fjöldi
8-10 manns
Innifalið:
- Alls 10 klukkustundir undir leiðsögn sálfræðings.
- Stuðningur og hvatning annarra sem eru að takast á við svipaðan heilsubrest.
- Ótakmarkaður aðgangur að samkenndar- og núvitundar hugleiðslum.
- Sameiginleg facebook síða þar sem þátttakendur geta átt í samskiptum milli funda og áfram eftir að fundum lýkur.
Uppsetning hvers tíma:
- Núvitundaræfing
- Stutt fræðsla
- Umræður og skoðanaskipti mun taka mestan tíma
- Markmið sett
Leiðbeinandi
Anna Sigurðardóttir sálfræðingur er með mikla reynslu af því að vinna með lágt sjálfsmat, streitu/kulun, örmögnun, kvíða, sorg og áföll. Hún miðlar fagþekkingu sinni á efninu ásamt dæmum að persónulegri reynslu sinni af örmögnun. Anna er einnig Yoga Nidra leiðbeinandi og stofnandi Samkenndar Heilsuseturs.
Verð: 60.000 krónur
Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
ATH. Ekki er hægt að fá endurgreitt ef tilkynnt er um forföll innan við 2 sólarhringum áður en fyrsti tími hefst.
Frekari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið anna@samkennd.is.
(Athugið að þessi viðburður er námskeið en ekki klínísk meðferð.)
(ATH. Stuðningshópurinn fer einungis af stað ef lágmarksþátttaka næst).