Gistiheimilið – Ljóð

Gistiheimilið

Að vera manneskja er eins og að vera gistiheimili.

Á hverjum morgni kemur nýr gestur í heimsókn

Gleði, depurð, gremja eða andartaks vitundarvakning sem óvæntir gestir.

Bjóddu þá alla velkomna og taktu vel á móti þeim.

Jafnvel þótt ómældar sorgir láti greipar sópa um húsið og tæmi það húsgögnum

Taktu samt vel á móti gestunum af virðinu og kærleika

Kannski er gesturinn að hreinsa út hjá þér og gera þér kleift að taka á móti nýrri upplifun eða gleðistund.

Taktu á móti neikvæðu hugsunum, skömminni, illgirninni við dyrnar með bros á vör og bjóddu þeim inn.

Vertu þakklát/ur fyrir hvern þann sem kemur. Því hver og einn hefur verið sendur sem leiðbeinandi til þín, langt að kominn.

The Guesthouse
Höfundur. Rumi

Scroll to Top