Langar þig að læra leiðir til að umvefja þig kærleika, sjálfsmildi og finna til sáttar með sjálfa/n þig?
Upplifa djúpa hugarró, frið og kyrrð í hjarta ?
Þá er þetta rafræna námskeið mögulega fyrir þig!
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri leiðir til að:
- Auka sjálfsþekkingu og líkamsvitund
- Styrkja sjálfmynd sína
- Stuðla að uppbyggilegu hugarfari og hegðun
- Auka streituþol og seiglu
- Auka sjálfsmildi, hlýju og samkennd í eigin garð
- Sefa streitu- og taugakerfi líkamans
- Hámarka hvíld og endurheimt
- Upplifa innri frið, kyrrð og ró
Samkenndarstund með Yoga Nidra
Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og fer fram rafrænt gegnum Teams fjarforritið. Hver tími stendur yfir í 90 mínútur og skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta tímans er verkfæri vikunnar kynnt, fræðsla, umræður og heimaverkefni. Í seinni hluta tímans er iðkað Yoga Nidra sem er liggjandi leidd hugleiðsla/djúpslökun. 2 klst. upptökur af Yoga Nidra hugleiðslum fylgja með til iðkunar milli tíma.
Námskeiðið kostar 38.200 kr. og hægt er að fá niðurgreiðslu frá stéttarfélögum.
Leiðbeinandi er Anna Sigurðardóttir sálfræðingur og I am Yoga Nidra leiðbeinandi (hægt er að lesa nánar um hana hér).
Hvað er Samkenndarsálfræði (Compassion Focused Therapy)
Í gegnum samkenndarnálgun þjálfum við næmni fyrir eigin þjáningum og annarra, ásamt djúpri þrá og ásetningi um að draga úr þeim þjáningum.
Með iðkun samkenndar þroskum við ýmsa eiginleika, s.s visku, að skilja eðli hugans og líkamans. Að við erum bara mannleg með grallaraheila og það er svo margt sem gerist innra með okkur sem við höfum ekki alltaf stjórn á. Jafnframt þjálfum við styrk, öryggi og vald með því að að setja okkur og öðrum mörk, fylgja þörfum okkar og löngunum með velferð okkar og annarra í huga. Að mæta tilfinningum okkar af forvitni og án þess að dæma.
Við þjálfum leiðir til að veita okkur þá hlýju og kærleika sem við þurfum á að halda til að takast á við þjáningar lífsins. Að koma fram við okkur af þeim skilning og væntumþykju sem við að jafnaði sýnum öðrum.
Síðast en ekki síst hvetur samkenndin okkur til að taka ábyrgð á eigin líðan, hegðun og heilsu. Mæta vanlíðan okkar og þjáningu með hugrekki og einlægri ósk og von um að getað linað þjáningar okkar og annarra.
Hvað er Yoga Nidra?
Í Yoga Nidra lærum við að þjálfa djúpöndun og slökun til að sefa taugakerfið og ná streitukerfinu í ró. Jafnframt að horfa á líðan okkar, hugsanir og hegðun úr fjarlægð. Átta okkur á því hverju við getum breytt og sleppa takinu af því sem við höfum ekki stjórn á.
Yoga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla þar sem iðkendur eru leiddir inn í djúpslökun með ýmsum hætti með því markmiði að hámarka hvíld og endurheimt.
Í gegnum djúpslökun og öndunaræfingar leiðum við hugann frá streituvaldandi hugsunum yfir í ró og sefum hugann. Þegar líkaminn kemst á dýpsta svið slökunar, milli svefns og vöku, getur hann farið að heila sig, losað um streitu og náð aftur jafnvægi. Rannsóknir benda til þess að með reglulegri Yoga Nidra iðkun eigum við auðveldara með að kveikja á slökunarviðbragði líkamans (e. Relax response), ná betri hvíld og endurheimt sem svo stuðli að auknu streituþoli.
ATH. Að þetta námskeið er ekki klínískt meðferð.
Upplýsingar um næsta námskeið verða auglýstar síðar.