Forsíða » Námskeið og fræðsla » Námskeið
Námskeið
Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið. Yfirlitið hér að neðan sýnir hvað er framundan. Nánari lýsing og upplýsingar um skráningu eru í inni í hverju námskeiði fyrir sig.
Með því að smella á örina til vinstri við hliðina á „Today” má sjá þau námskeið sem þegar eru hafin og/eða eru í gangi.
Events
-
-
Orkuflæði – Mán & mið – Hefst 2. feb
FeaturedNámskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
-
Hádegis Yin&Nidra – Hefst 5. feb
FeaturedÁ þessu námskeiði losum við bæði um spennu í líkamanum með yin jóga og spennu í huganum með jóga nidra. Seinni hluta tímans líðum við inn í djúpa slökun með aðferðum jóga nidra þar sem iðkandinn er leiddur markvisst og meðvitað inn í enn meiri ró og þögn og inn í kyrrðina handan hugans þar sem töfrarnir eiga sér stað.
-
Paranuddnámskeið – 15. febrúar
FeaturedHentar vel fyrir pör sem vilja læra að nudda hvort annað almennilega á herðum, hálsi og höfði.
-
Meðvituð líkamsrækt – Morgunnámskeið – Hefst 25. febrúar
FeaturedNámskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
-
Yin jóga & Bandvefslosun – Mánudagar – Hefst 23. febrúar
FeaturedÞetta námskeið er í anda vinsælu pop-up tímanna sem Hekla og Hildur hafa leitt saman. Mýkt og mildi verður í fyrirrúmi í þessum tímum sem enda allir á ljúfri slökun. Í síðasta tíma námskeiðsins verður jóga nidra djúpslökun.
-
Meðvituð líkamsrækt – Kvöldnámskeið – Hefst 23.febrúar
FeaturedNámskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
-
Bandvefslosun & Jóga Nidra – Fimmtudagar – Hefst 26. febrúar
FeaturedMýkt og mildi verður í fyrirrúmi þar sem Hekla og Hildur munu leiða Bandvefslosun og Jóga nidra djúpslökun. Blandan passar einstaklega vel saman þar sem verið er að vinna á bæði bandvefskerfi líkamans og taugakerfinu sem tengjast sterkum böndum og hafa mikil áhrif hvort á annað. Á námskeiðinu náum við að róa bæði líkama og huga.
-
Gott jafnvægi – námskeið um streitustjórnun – Hefst 26. febrúar
FeaturedViltu skilja streitu betur og kunna leiðir sem virka fyrir þig til þess að minnka streitu í þínu lífi og hugsa betur um þig en jafnframt ná meiri árangri í lífi og starfi? Viltu skilja sjálfa þig betur og hvernig þú vilt eyða dögunum þínum?