Bandvefslosun & Jóga Nidra – Fimmtudagar – Hefst 26. febrúar
Mýkt og mildi verður í fyrirrúmi þar sem Hekla og Hildur munu leiða Bandvefslosun og Jóga nidra djúpslökun. Blandan passar einstaklega vel saman þar sem verið er að vinna á bæði bandvefskerfi líkamans og taugakerfinu sem tengjast sterkum böndum og hafa mikil áhrif hvort á annað. Á námskeiðinu náum við að róa bæði líkama og huga.