
Paranuddnámskeið – 12. október
Hentar vel fyrir pör sem vilja læra að nudda hvort annað almennilega á herðum, hálsi og höfði.
Hentar vel fyrir pör sem vilja læra að nudda hvort annað almennilega á herðum, hálsi og höfði.
Ætlað verðandi foreldrum þar sem móðir upplifir verki, þreytuverki eða bjúg á meðgöngu. Námskeiðið hentar sannarlega líka þeim sem líður vel á meðgöngunni og vilja læra heimanudd.
Hvernig hljómar að nýta hádegið til að endurhlaða og fara orkumeiri áfram út í daginn? Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. Á þessum 45 mínútum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð endurnærð/ur/t út úr tímanum.
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
Á þessu námskeiði losum við bæði um spennu í líkamanum með yin jóga og spennu í huganum með jóga nidra. Seinni hluta tímans líðum við inn í djúpa slökun með aðferðum jóga nidra þar sem iðkandinn er leiddur markvisst og meðvitað inn í enn meiri ró og þögn og inn í kyrrðina handan hugans þar sem töfrarnir eiga sér stað.
Viltu skilja streitu betur og kunna leiðir sem virka fyrir þig til þess að minnka streitu í þínu lífi og hugsa betur um þig en jafnframt ná meiri árangri í lífi og starfi? Viltu skilja sjálfa þig betur og hvernig þú vilt eyða dögunum þínum?
Hentar vel fyrir pör sem vilja læra að nudda hvort annað almennilega á herðum, hálsi og höfði.
Ætlað verðandi foreldrum þar sem móðir upplifir verki, þreytuverki eða bjúg á meðgöngu. Námskeiðið hentar sannarlega líka þeim sem líður vel á meðgöngunni og vilja læra heimanudd.