Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

DesemberKyrrð – Jóga Nidra ferðalag inn á við – Mánudagar – Hefst 1. des

December 1 @ 18:00 - 19:00

DesemberKyrrð – Jóga Nidra ferðalag inn á við

Næsta námskeið:
Tímabil: 1. – 15. desember. Námskeiðið er þrjú skipti og fer fram í Samkennd Heilsusetri. Hildur Rut leiðir tímana.

Tímasetning:
Mánudagar kl: 18:00.

Lýsing:
Í aðdraganda jóla, þegar dagskráin fyllist og hugurinn fer á flug, er svo dýrmætt að staldra aðeins við. Að anda djúpt, finna jörðina undir sér – og muna að kyrrðin er alltaf til staðar, innra með okkur. DesemberKyrrð er hlý og nærandi stund þar sem þú færð að skilja allar áhyggjur og hugarangur eftir fyrir utan jógasalinn og hvíla í ró.
Við byrjum á mjúkum æfingum og/eða stuttri fræðslu sem hjálpar líkamanum og huganum að lenda í kyrrðarstundinni. Síðan tekur við liggjandi leidd jóga nidra djúpslökun sem nærir líkamann, róar taugakerfið og opnar fyrir endurnýjun og endurstillingu.

Þetta er tími fyrir þig. Tími til að sleppa tökunum, anda og bara vera.

Verð og skráning
Verð 11.900,- kr.
Skráning á jogatilthin@gmail.com

Leyfðu desember að verða mildari og mýkri með því að hlúa að þér og gefa þér færi á að finna betra jafnvægi inn í aðventuna með kyrrðarstundum sem færa þér hlýju í hjartað ❤️

Details

Organizer