Loading Events

« All Events

Losaðu þig við loddaralíðan – Hefst 3. desember

December 3 @ 12:00 - 14:00

Næsta námskeið hefst 3. desember kl. 12:00

Námskeiðinu er ætlað að valdefla þau sem eru að berjast við loddaralíðan, hjálpa þeim að byggja upp sjálfstraust, nærveru og hæfni á vinnumarkaði. Notast er við aðferðir markþjálfunar og námskeiðið eru sambland kennslu, hagnýtra æfinga og umræðna.

Námskeiðið er sett upp í þrjár 2 klst lotur þar sem við munum skoða fyrirbærið loddaralíðan, hvaðan hún kemur, hvernig hún birtist og hvaða áhrif hún hefur. Við munum einnig kynna okkur hagnýt verkfæri og æfingar sem auðvelda okkur að vinna bug á henni.

Námskeiðið byggir á markvissum kennslustundum, umræðum og verklegum æfingum. Markmiðið er að stuðla að persónulegum vexti þátttakenda og faglegri þróun, ásamt auknu sjálfstrausti og sátt í starfi. Við munum fara í töluverða sjálfsvinnu, deila sögum og styrkja okkur til framtíðar.

Aðeins 12 sæti eru í boði á námskeiðinu til að tryggja persónulega nálgun.

Á námskeiðinu er lagt upp með að þú lærir að:

  • Skilja rætur:Uppgötvir hvaðan loddaralíðan kemur og hvernig hún birtist í þínu lífi og starfi.
  • Greina áhrif:Lærir hvernig loddaralíðan hefur áhrif á frammistöðu þína, samskipti og starfsframa.
  • Þróa hagnýtar aðferðir:Fáir verkfæri og tækni til að byggja upp sjálfstraust, seiglu og ákveðni á vinnustað.

Vaxa í starfi: Umbreytir sjálfsefa í sjálfstrú og stígir inn í starf þitt af öryggi og ákveðni. Náir sátt og lærir að nýta lærdóminn til áfrahaldandi uppbyggingar í starfi.

Dagskrá:

Lota 1: Að skilja loddaralíðan

  • Hvað er loddaralíðan?
  • Hvaðan kemur hún?
  • Hvernig birtist hún?
  • Hagnýtar æfingar

Lota 2: Loddaralíðan í starfi

  • Hvernig hefur loddaralíðan áhrif á okkur í starfi?
  • Af hverju er það sérstaklega vandamál hjá konum?
  • Að bera kennsl á loddaralíðan hjá sjálfum sé og öðrum
  • Fimm birtingarmyndir loddaralíðanar
  • Hagnýtar æfingar

Lota 3: Að vinna bug á loddaralíðan og vaxa í starfi

  • Að læra að sleppa loddaralúðanum
  • Að tileinka sér c-in þrjú
  • Aðferðir til að fara út fyrir þægindarammann og stíga inn í möguleika sína
  • Besta leiðin til að takast á við loddaralíðan
  • Tengsl loddaralíðanar og þess að þróast og vaxa í starfi
  • Hagnýtar æfingar

Verð: Kr. 30.000 kr
Skráning
lella.is/loddaralidan

Details

Date:
December 3
Time:
12:00 - 14:00
Event Category:

Organizer

Lella Erludóttir
Email
lella@lella.is
View Organizer Website
Scroll to Top