Sigrún Baldursdóttir

Sjúkraþjálfari BSc, MT'c og lýðheilsufræðingur MPH

Sigrún er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Hún hefur helgað sig gigtarfólki og sérsvið hennar er einkum fólk með langvinna verki og vefjagigt. Sigrún hefur einnig mikla reynslu af af meðhöndlun barna og ungmenna með langvinna verki og vefjagigt.

Sérsvið
Vefjagigt og tengdir sjúkdómar
Börn og ungmenni með langvinna verki
Hópþjálfun – Vefjagigtarleikfimi
Sjálfshjálp fræðslusetur

Starfsferill
Sigrún hóf starfsferil sinn árið 1988 á Gigtardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, fór þaðan að vinna í Mætti sjúkraþjálfun og hjá Gigtarfélagi Íslands. Árið 1998 stofnaði hún ásamt nokkrum sjúkraþjálfurum Sjúkraþjálfun Styrks og vann þar til vors 2023
Hún er einn stofnenda og eigandi Þrautar – miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma og var framkvæmdastjóri Þrautar til vors 2023.

Árið 2007 stofnaði hún vefjagigt.is og hefur síðan rekið þann vef.

Sigrún var um langa hríð stundakennari við Háskóla Íslands og hún hefur auk þess haldið fjölmörg fræðslunámskeið og skrifað greinar í blöð og fræðirit.
Í byrjun árs 2024 verður starfsvettvangur Sigrúnar í Endurheimt heilsumiðstöð og í Samkennd heilsusetri.

Menntun
Sigrún útskrifaðist úr sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands árið 1988 og fékk löggildingu sem sjúkraþjálfari. Árið 2000 kláraði hún manual therapy frá University of st. Augustine Florida og árið 2007 lauk hún meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Sigrún hefur farið á fjölmörg námskeið og sækir reglulega alheimsráðstefnur í verkjafræðum og gigtarsjúkdómum.

Scroll to Top