Námskeið - hópmeðferðir
Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytt fræðslunámskeið og hópmeðferðarúrræði.
Í Samkennd Heilsusetri starfa reynslu miklir fagaðilar. Hægt er að panta hjá okkur fræðsluerindi, handleiðslu, vinnustofur og ýmsa fræðslupakka fyrir stærri og smærri hópa og fyrirtæki. Við bjóðum upp á námskeið og fræðsluerindi fyrir fyrirtæki, hópa og stofnanir sem og í gegnum fjarfundarbúnað.
Eftirfarandi málefni eru í boði:
- Kulnun, örmögnun og leiðin að bata
- Samkenndarstund með Yoga nidra
- Samkennd í eigin garð og sátt
- Streitustjórnun og seigla
- Streita og núvitund
- Drifkraftur og sátt
- Að lifa í jafnvægi
- Sjálfsöryggi í leik og starfi
- Sterkari sjálfsmynd
- Slökun og líkami minn (verklegt)
- Velgengni og vellíðan
- Heilsumarkmiðin mín
- Meðvirkni
- Samskipti
Á ensku:
NVC – Non Violent Communication – Power of positive and honest communication.
Creating one’s own reality- thoughts, emotions, actions.
Ath. að listinn er ekki tæmandi og við tökum vel á móti nýjum fyrirspurnum.
Orkuflæði – Mán & mið – Hefst 3. febrúar – Nokkur laus pláss
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
Paranuddnámskeið – 19. febrúar
Hentar vel fyrir pör sem vilja læra að nudda hvort annað almennilega á herðum, hálsi og höfði.
Tölum saman – Samskiptanámskeið – Hefst 24. febrúar
Það er fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líf okkar og það sem á sér stað í tengslum við annað fólk. Góð tengsl og góð samskipti eru grundvöllur fyrir vellíðan og velgengni á flestum sviðum lífs, bæði í einkalífinu og á vinnustaðnum. Næsta námskeið hefst 3.september og er 6 vikna námskeið. Kennt verður á þriðjudögum kl 10-12.
Gott jafnvægi – námskeið um streitustjórnun – Hefst 26. febrúar
Viltu skilja streitu betur og kunna leiðir sem virka fyrir þig til þess að minnka streitu í þínu lífi og hugsa betur um þig en jafnframt ná meiri árangri í lífi og starfi? Viltu skilja sjálfa þig betur og hvernig þú vilt eyða dögunum þínum?
Orkuflæði – Mán & mið – Hefst 3. mars – Laus pláss
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
Bandvefslosun með Heklu – Hefst 4.mars
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund.
Meðvituð líkamsrækt – Hefst 5. mars
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
Orkuflæði – Mán & mið – Hefst 2. apríl – Laus pláss
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.