Loading Events

« All Events

Vinnustofa í stólavinnu (e. chair work) fyrir sálfræðinga

January 17, 2026 @ 10:00 - 14:00

Laugardagana 17. og 24.jan @ 10-14

Fyrir hvern er vinnustofan? Stólavinna er góð viðbót og áhrifaríkt verkfæri í samtalsmeðferð og samþættist ýmsum meðferðarformum. Vinnustofan hentar vel þeim sálfræðingum sem eru byrjendur í stólavinnu, vilja efla núverandi starfshætti sína og notast við meðferðarformin Acceptance and Commitment Therapy (ACT), Cognitive Behavioral Therapy (CBT) og Compassion Focused Therapy (CFT).

Um vinnustofuna
Á þessari vinnustofu læra þátttakendur meðal annars

  • Grunnreglur, frábendingar og framkvæmd stólavinnu.
  • Uppsetningu stólavinnu í þremur hlutum.
  • Skiptingar og leka milli ólíkra hluta/parta.
  • Stöðugleikaæfingar til að halda skjólstæðingi innan þolmarka.
  • Ef tími gefst verður farið í notkun stólavinnnu í fjarviðtölum.
  • Notkun ímyndunar- og öndunaræfinga ásamt því að mæta sjálfri/um sér og skjólstæðingnum af forvitni og sjálfsmildi sem er nauðsynlegt veganesti í stólavinnu.

Í Stólavinnu er meðferðartækni beitt þar sem notast er við tóma stóla til að auðvelda samræður og úrvinnslu ólíka hluta/parta sjálfs síns, tilfinningar eða sjónarhorn. Í gegnum fræðslu, reynslunám og hlutverkaleik munu þátttakendur læra hvernig á að nota eftirfarandi aðferðir:

  1. Two-chair dialogue – sjálf gegn sjálfum sér, t.d. gagnrýnandi gegn sjálfum sér, hvöt gegn stjórn.
  2. Empty-chair work – skjólstæðingur talar við fjarverandi/ímyndaðan hluta/aðila.
  3. Multiple chairs/storytelling – mismunandi sjónarhorn, hlutverk eða hlutar.
  4. Compassionate/wise chair – aðkoma stuðnings, visku hliðar/hluta eða annað sjónarhorn.

Stólavinna nýtist m.a vel til að;

  • Vinna úr innri togstreitu: Einstaklingar geta setið í mismunandi stólum til að tala frá ólíkum sjónarhornum, t.d. sjálfsgagnrýna hlutanum vs. hlutanum sem vill vaxa og læra. Þetta getur aukið sjálfsvitund og gert fólki kleift að skoða átök innan sjálfs síns eða milli sín og annarra á hlutlægan hátt.
  • Gera tilfinningar lifandi og áþreifanlegar: Með því að tala upphátt úr mismunandi stólum út frá ólíkum hliðum/pörtum geta tilfinningar og aðrar upplifanir orðið skýrari og dýpri. Þetta getur hjálpað skjólstæðingum að tengjast hugsunum og tilfinningum sem hafa ólíkar þarfir og læra að mæta þeim á uppbyggilegan máta.
  • Auka skilning og samkennd með sjálfum sér: Ef skjólstæðingur hefur sterkan innri gagnrýnanda getur hann, með stólavinnu, þróað mildari og styðjandi rödd gagnvart sjálfum sér. Þetta er sérlega gagnlegt í meðferð við lágu sjálfsmati, kvíða og þunglyndi.
  • Vinna úr erfiðum samskiptum: Í Stólavinnu er hægt að líkja eftir samtölum við aðra, t.d. látið skjólstæðing setjast í einn stól og tala við ímyndaðan einstakling í öðrum stól (t.d. foreldri, fyrrverandi maka, vin). Þetta getur hjálpað við að bera kennsl á og vinna úr óleystum tilfinningum, eins og reiði, sorg, sektarkennd eða skömm.
  • Auka innsæi og áhrif á óhjálpleg hegðunarmynstur: Í stað þess að tala um vandamál sín getur skjólstæðingur lifað sig inn í aðstæður og prófað ný viðbrögð. Þetta getur verið gagnlegt í áfallameðferð, sjálfsstyrkingu og þegar unnið er að breytingum á hegðun.
  • Styrkja sjálfsábyrgð og sjálfsöryggi: Stólavinna hvetur skjólstæðing til að taka virkan þátt í eigin bataferli. Eykur tilfinningu um stjórn og getu til að hafa áhrif á eigin líðan og líf.

Dagsetning og áherslur

  1. Laugardagur 17.janúar 10:00–14:00:
    Dagurinn hefst á því að hópurinn kynnist og skapar sér öruggt rými. Síðan tekur við fræðsla í sögu, grunnreglum og aðferðum stólavinnu, samhliða reynslunámi. Þjálfun í stólaæfingum mun fara fram í stærri og minni hópum/pörum. Þátttakendur kynnast Empty-chair og Two-chair dialogue. Þátttakendur eru hvattir til þess að nýta lærdóm dagsins strax í meðferð til að safna sér reynslu fyrir seinni hluta vinnustofunnar.
  1. Laugardagur 24.janúar 10:00-14:00
    Farið verður yfir hvernig innsetning stólavinnunnar gekk í liðinni viku og hvar þörf er á meiri stuðningi, fræðslu eða leiðsögn til að auka færni. Í kjölfarið verður tíminn nýttur í áframhaldandi reynslunám, fræðslu og þátttakendur læra um Multiple chairs og Compassionate/wise chair tækni. Ef tími gefst verður farið yfir hvernig hægt sé að nýta stólavinnu í gegnum fjarviðtöl

Námskeiðinu fylgir:

  • Kaffi og meðlæti
  • Glærupakki um það efni sem tekið er fyrir. Vinnublöð og handrit um uppsetningu til stuðnings og hliðsjónar við stólavinnu út frá meðferðarformum ACT, CBT og CFT.
  • Ríkulegt magn af aukaefni s.s fræðandi rannsóknargreinum og hagnýtum myndbandsupptökum til að dýpka skilning þinn á stólavinnu.

Staðsetning
Samkennd Heilsusetur, Tunguhálsi 19, Reykjavík.

Verð og greiðslufyrirkomulag
Verð fyrir vinnustofuna er 67.000 kr (kaffi og meðlæti innifalið). Athugið að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði við námskeið og vinnustofur.

Leiðbeinandi
Anna Sigurðardóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna, hefur sérhæft sig í Hugrænni atferlismeðferð (CBT) og Samkenndarmiðaðri meðferð (CFT). Jafnframt hefur hún góða reynslu af notkun og kennslu núvitundar (Mindfulness), og ACT (Acceptance and Commitment Therapy). Hún er eigandi og framkvæmdastýra Samkenndar Heilsuseturs. Anna sinnir samtalsmeðferð og handleiðslu fagfólks úr ýmsum starfsstéttum. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið í Stólavinnu síðastliðin áratug m.a hjá Paul Gilbert, Wendy Wood, Tobyn Bell og Matthew Pugh. Hún hefur notað stólavinnu í sínum meðferðum síðan árið 2013. Hægt er að lesa meira um menntun og starfsreynslu Önnu hér https://samkennd.is/teymid/anna/

Upplýsingar: Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda fyrirspurn á netfangið anna@samkennd.is

Skráning: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfwFVIi21AEDCa0AXtL2acnqzpbY84T0CuryVZ-xNtMSM8aHQ/viewform?usp=dialog

Details

  • Date: January 17, 2026
  • Time:
    10:00 - 14:00
  • Event Category:

Organizer