Margrét Sigurbjörnsdóttir
Breathwork leiðbeinandi og núvitundarkennari
Margrét býður upp á tíma í umbreytandi öndunarvinnu – breathwork transformation hjá Samkennd Heilsusetri.
Sérfræði- og áhugasvið
Margrét hjá AndRými – Breathwork er breathwork leiðbeinandi, hugleiðslu- og núvitundarkennari og hefur í gegnum árin boðið upp á námskeið, vinnustofur og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og almenning þar sem hún tengir núvitund við jákvæða sálfræði. Hún hefur starfað í fjármála- og hugbúnaðargeiranum í yfir 25 ár, þar af 15 ár í stjórnunarhlutverkum.
Menntun og starfsreynsla
Margrét er viðskiptafræðingur að mennt og hefur lokið MA diplóma í jákvæðri sálfræði. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið og lokið kennsluréttindum í hugleiðslu og núvitund frá School of Positive Transformation, auk framhaldskennaranáms í Mindfulness-Based Stress Reduction (MBSR) hjá Bangor University í samstarfi við Núvitundarsetrið. Þá hefur hún stundað nám í Mindfulness-Based Strengths Practice (MBSP I & II) hjá VIA Institute on Character, og sótt námskeið hjá Sara Silverton Mindfulness.
Árið 2023 bætti hún við sig kennsluréttindum í Breathwork Transformation frá School of Positive Transformation og býður nú upp á breathwork vinnustofur þar sem hún sameinar öndunartækni og núvitund. Margrét lítur á núvitund og breathwork sem lífsstíl og nýtur þess að miðla þekkingu sinni og reynslu áfram til annarra.
Hægt er að finna upplýsingar um tíma/viðburði á Facebooksíðu AndRými – Breathwork og með því að senda fyrirspurn á netfangið Andrymi.Breathwork@gmail.com.