Díana Ósk Óskarsdóttir, PhD.

Sérfræðingur í faglegri handleiðslu, prestur, sérhæfð í vinnuvernd sálfélagslegra þátta.

Díana er prestur, faglegur handleiðari, sérhæfð í vinnuvernd sálfélagslegra þátta frá Vinnueftirlitinu. Hún hefur menntað sig og starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi og hlotið þjálfun í meðferð þeirra sem eru að takast á við meðvirkni einkenni. Hún hefur starfað sem sjúkrahúsprestur Landspítala. Helstu áherslur hafa verið á faglega handleiðslu, sálgæslu, sálræna skyndihjálp, lágt sjálfsmat, meðvirkni, áfengis- og vímuefnamál, áfalla- og sorgarviðbrögð sem og úrvinnslu þeirra, samskipti og vinnustaðamenningu.

Díana hefur áratuga reynslu af fyrirlestrum og ráðstefnu- og námskeiðshaldi.

Nám

  • PhD. í félagsráðgjöf/handleiðslufræðum árið 2024
  • Sérhæfing í vinnuvernd sálfélagslegra þátta, frá Vinnueftirlitinu árið 2023
  • Faghandleiðsla og handleiðslutækni, frá Háskóla Íslands árið 2017
  • Áfengis- og vímuefnamál, frá Háskóla Íslands árið 2016
  • MA í praktískri guðfræði með áherslu á trúarlífsfélagsfræði og trúarlífssálarfræði, frá Háskóla Íslands árið 2015
  • Grunnnám í verklegri sálgæslu, frá Endurmenntunarstofnun H.Í. árið 2015
  • Dulúð og kristin íhugun, frá Endurmenntunarstofnun H.Í. árið 2014
  • Mag.theol og embættisgengi árið 2014
  • PostInduction Therapy Training, árið 2008
  • ICADC ráðgjafi árið 2006.

Sérhæfing

  • Fagleg handleiðsla, vinnustaðamenning, starfsánægja, fagvitund og fagsjálf. Vinnuvernd tengd sálfélagslegum þáttum
  • Viðtöl við einstaklinga, pör og fjölskyldur. Unnið er út frá kenningum um trúarlífsfélagsfræði- og trúarlífssálarfræði, kerfis – og tengslakenningu og út frá aðferðum og hugmyndum Piu Mellody ásamt sálgæslu og nálgun tólf sporanna
  • Handleiðsla þar sem unnið er út frá kerfis – og tengslakenningum, stofnanakenningum, þróunar- og þroskalíkönum, samskiptakenningum og kreppukenningum. Kenningargrunnur er tengdur hugmyndafræði og miðlægum sáldýnamískum hugtökum handleiðslufræða.

Díana er í stjórn Handís, handleiðslufélags Íslands, hún er stundakennari við Háskóla Íslands og situr í öryggisnefnd Landspítala.

Scroll to Top