Bandvefslosun með Heklu – Hefst 4.mars
March 4, 2025 @ 17:15 - 18:15
Næsta námskeið
4. mars 2025, 7 vikna námskeið
Tímasetning
Tvær tímasetningar á þriðjudögum, bæði kl. 17:15 og 19:00
Fyrir hverja
Fyrir þá sem vilja láta sér líða betur í eigin líkama
Markmið námskeiðsins
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund. Góð slökun í lok hvers tíma. Þessar æfingar hjálpa til við að draga úr streitu,draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu ásamt því að bæta líkamstöðu og auka liðleika. Mikil fræðsla er í hverjum tíma.
Kostnaður
Verð kr. 25.400
Leiðbeinandi
Leiðbeinandi er Hekla Guðmundsdóttir. Hekla hefur sérstakan áhuga á að kenna þeim sem hennar tíma sækja um allt sem tengist bandvefskerfi líkamans og hjálpa þeim að skilja líkama sinn og uppruna stoðkerfisverkja. Mikil fræðsla kemur við sögu í tímum Heklu og er hún sífellt að þróa nýjar æfingar með mismunandi nuddboltum.
Skráning
Skráðu þig með því að senda tölvupóst á hekla@bandvefslosun.is.