Langar þig að líða betur í foreldra hlutverkinu?
Ef við viljum vera betri foreldrar og líða almennt betur með sjálf okkur þá er gott að byrja á því að læra að þykja væntum sjálfan sig.
Það þarf hugrekki og styrk til að geta mætt sjálfum sér og sýnt sér umhyggju, bæði á góðum og slæmum dögum.
Stundum getur vanlíðan birtst í óhjálplegri hegðun og haft neikvæð áhrif á fólkið í kringum okkur.
Sérstaklega ef við mætum okkur með skömm og sjálfsásökunum. Með áframhaldandi svekkelsi og reiði í eigin garð viðhöldum við vanlíðan okkar og neikvæðum vítahring.
Til þess að getað lært að þykja væntum okkur sjálf er gagnlegt að skilja betur lífeðlisfræðilleg ferli mannskepnunnar. Minna okkur á að allar manneskjur finna einhvern tíman til og upplifa vanlíðan. Sama í hvaða hlutverki við erum hverju sinnni.
Áttum okkur á að við sitjum öll uppi með þennan grallara heila sem getur stundum verið erfitt að tjónka við.
En við getum samt sem áður lært ýmsar leiðir og aðferðir til að vinna betur úr vanlíðan og öðlast þannig skýrari sýn á vanda okkar og lausnir.
Með aukinni þekkingu á okkur sjálfum og eigin pyttum eykst styrkur okkar og sjálfsöryggi til að breyta rétt og brjóta upp óhjálpleg mynstur.
Í gegnum okkar eigin lærdóm og breytta hegðun við aukna sjálfsumhyggju erum við betur í stakk búin að takast á við eigin vanlíðan sem og annarra.
Sem fyrirmyndir barnanna okkar kennum við þeim beint og óbeint hvernig þau eigi að koma fram við sjálfan sig og aðra.
Að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér og að sýna sjálfum sér og öðrum samkennd, skilning og umhyggju þegar eitthvað bjátar á.
Jafnframt öðlast þau aukið sjálfsöryggi og styrk til að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk í samskiptum.
Svo ef þú finnur löngun til þess að verða betra foreldri, byrjaðu þá á sjálfri/um þér.
Anna Sigurðardóttir, sálfræðingur