DesemberKyrrð – Jóga Nidra ferðalag inn á við – Mánudagar – Hefst 1. des
Í aðdraganda jóla, þegar dagskráin fyllist og hugurinn fer á flug, er svo dýrmætt að staldra aðeins við. Að anda djúpt, finna jörðina undir sér - og muna að kyrrðin er alltaf til staðar, innra með okkur. DesemberKyrrð er hlý og nærandi stund þar sem þú færð að skilja allar áhyggjur og hugarangur eftir fyrir utan jógasalinn og hvíla í ró.