Hvernig hljómar að nýta hádegið til að endurhlaða og fara orkumeiri áfram út í daginn? Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. Á þessum 45 mínútum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð endurnærð/ur/t út úr tímanum.
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
Á þessu námskeiði losum við bæði um spennu í líkamanum með yin jóga og spennu í huganum með jóga nidra. Seinni hluta tímans líðum við inn í djúpa slökun með aðferðum jóga nidra þar sem iðkandinn er leiddur markvisst og meðvitað inn í enn meiri ró og þögn og inn í kyrrðina handan hugans þar sem töfrarnir eiga sér stað.
Þetta námskeið er í anda vinsælu pop-up tímanna sem Hekla og Hildur hafa leitt saman. Mýkt og mildi verður í fyrirrúmi í þessum tímum sem enda allir á ljúfri slökun. Í síðasta tíma námskeiðsins verður jóga nidra djúpslökun.
Þetta námskeið er í anda vinsælu pop-up tímanna sem Hekla og Hildur hafa leitt saman. Mýkt og mildi verður í fyrirrúmi í þessum tímum sem enda allir á ljúfri slökun. Í síðasta tíma námskeiðsins verður jóga nidra djúpslökun.
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.