
Jóga Nidra hádegishleðsla – Hefst 1. sept

Jóga Nidra hádegishleðsla
Næsta námskeið:
Tímabil: 1.sept – 27.okt (enginn tími 22. sept) – 8 skipti
Mánudagar 12.10-13.00
Lýsing:
Jóga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. Á þessum 45 mínútum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð endurnærð/ur/t út úr tímanum. Iðkandinn er leiddur inn í djúpa slökun, inn í þögnina og kyrrðina handan hugans þar sem líkaminn, á þessu stigi slökunar, fær m.a. tækifæri til að heila sig og losa út umfram streituhormón og stuðla að betra jafnvægi.
Það besta við jóga nidra er að það er ekki hægt að gera þetta vitlaust og þú liggur útaf allan tímann, slakar á, gefur eftir og æfir þig í að finna og vera í stað þess að hugsa og gera.
Leiðbeinandi: Hildur Rut Björnsdóttir jógakennari og jóga nidra leiðbeinandi
Verð:
24.900,- kr.
ATH: Hægt að taka saman Jóga Nidra Hádegishleðslu og Hádegis Yin&Nidra og vera þá 2x í viku og þá er verðið 44.900,- kr.
Skráning: Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á jogatilthin@gmail.com