Tölum saman – Samskiptanámskeið – Hefst 24. febrúar
February 24, 2025 @ 10:00 - 12:00
Það er fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líf okkar og það sem á sér stað í tengslum við annað fólk. Góð tengsl og góð samskipti eru grundvöllur fyrir vellíðan og velgengni á flestum sviðum lífs, bæði í einkalífinu og á vinnustaðnum.
Næsta námskeið
Hefst 24. febrúar 2025
Tímasetning
6 vikna námskeið, kennt verður á mánudögum kl 10-12.
Tölum saman námskeið sem hentar öllum þeim sem vilja öðlast betri skilning á og færni í mannlegum samskiptum. Farið verður yfir grundvallarþætti í mannlegum samskiptum ásamt aðferðum til þess að:
- Opna á samtöl og halda þeim opnum
- Hlusta þannig að viðmælandinn upplifi skilning og stuðning
- Stuðla að nánari samböndum með hjálp samskipta
- Setja mörk og tjá óánægju án þess að særa viðmælanda sinn eða fá hann í vörn
- Takast á við erfiðleika sem í samskiptum
- Leysa deilur á uppbyggilegan hátt
- Gera sér grein fyrir þætti tilfinninga í samskiptum
Aðferðir námskeiðsins byggja á húmanístískri sálfræði og hafa verið notaðar með góðum árangri á mörgum sviðum, til að mynda á heimilum, vinnustöðum, skólum, við lausn deilumála og í sálfræðilegri meðferð.
Kostnaður
Verð kr. 65.000
Athugið að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. Einnig geta atvinnuleysisbótaþegar sótt um greiðsluþátttöku hjá Vinnumálastofnun. Við hvetjum fólk til að kanna sinn rétt til endurgreiðslu.
Leiðbeinandi
Berglind Sigmarsdóttir, sálfræðingur. Hægt er að lesa um starfsreynslu og fagþekkingu hennar hér samkennd.is/teymid/berglind/
Skráning
Í gegnum netfangið berglind@samkennd.is eða í gegnum noona https://noona.is/berglindsi.