Loading Events

« All Events

Hádegis Yin&Nidra – Hefst 5. mars

March 5, 2026 @ 12:00 - 13:00

Hádegis Yin&Nidra

Næsta námskeið:
Tímabil: 5. mars – 7. maí (ath engir tímar 2. apríl og 23. apríl).
Fimmtudagar: 12.00-13.00

Lýsing:
Tími fyrir kyrrð, hleðslu og innri ró. Gefðu þér tíma til að hlaða batteríin þín með því að hægja á, læra að hlusta á líkamann og gefa eftir inn í mjúkar teygjur og djúpa slökun og upplifa endurnærandi tilfinningu þegar þú gengur út úr hverjum tíma. Tímarnir byrja á yin jóga, djúpar teygjur sem mýkja bandvefinn okkar og auka liðleika. Stöðum er haldið í 2-5 mínútur og eru aðlagaðar eftir hverjum og einum iðkanda svo honum líði vel allan tímann.

Á þessu námskeiði losum við bæði um spennu í líkamanum með yin jóga og spennu í huganum með jóga nidra. Seinni hluta tímans líðum við inn í djúpa slökun með aðferðum jóga nidra þar sem iðkandinn er leiddur markvisst og meðvitað inn í enn meiri ró og þögn og inn í kyrrðina handan hugans þar sem töfrarnir eiga sér stað.
Jóga nidra getur stuðlað að betri svefni, minni streitu og meira jafnvægi út í lífið sjálft og ekki bara inni í jógasalnum.

Leiðbeinandi: Hildur Rut Björnsdóttir jógakennari og jóga nidra leiðbeinandi.

Verð: 
kr. 24,900 fyrir 8 skipti.

Skráning: Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á jogatilthin@gmail.com

Details

Organizer