Bandvefslosun & Jóga Nidra – Fimmtudagar – Hefst 26. febrúar

NÝTT! Bandvefslosun & Jóga Nidra með Heklu og Hildi
Næsta námskeið: Hefst 26. febrúar
Tímabil: 26.febrúar – 9.apríl – 7 skipti – Athugið að enginn tími er 2.apríl.
Hvenær: Fimmtudaga kl.10:45-11:45
Hvar: Samkennd Heilsusetur
Verð: 25.400,- kr.
Mýkt og mildi verður í fyrirrúmi þar sem Hekla og Hildur munu leiða Bandvefslosun og Jóga nidra djúpslökun. Blandan passar einstaklega vel saman þar sem verið er að vinna á bæði bandvefskerfi líkamans og taugakerfinu sem tengjast sterkum böndum og hafa mikil áhrif hvort á annað. Á námskeiðinu náum við að róa bæði líkama og huga. Við byrjum á Bandvefslosun og svo tekur við Jóga nidra djúpslökun þar sem þú færð tækifæri til að gefa fullkomlega eftir. Námskeiðið hentar öllum sem vilja rólega og endurnærandi hreyfingu sem bæði mýkir líkama og sál.
Í Bandvefslosun er unnið í ró og á meðan við nuddum líkamann. Bandvefur og vöðvar líkamans eru nuddaðir með mismunandi boltum og þú lærir að hlusta á þau boð sem líkaminn sendir þér. Við notum svo blöðrubolta til að minnka eða auka þrýsting eftir því sem við á. Í kjölfarið muntu finna fyrir aukinni líkamsvitund. Farið verður í bandvefsbrautirnar sem útskýra svo vel hvernig bandvefurinn tengir vöðva líkamans saman eftir ákveðnum leiðum.
Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. Í tímunum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð slakari eða orkumeiri út úr hverjum tíma. Við leiðum þig inn í djúpa slökun, inn í þögnina og kyrrðina handan hugans þar sem líkaminn, á þessu stigi slökunar, fær m.a. tækifæri til að heila sig og losa út umfram streituhormón sem stuðlar að betra andlegu jafnvægi.
Til að skrá þig sendu póst á hekla@bandvefslosun.is eða jogatilthin@samkennd.is
Endurgreiðsla fæst ekki eftir að námskeiðið er hafið en ef skráning er dregin til baka með skemmri en tveggja vikna fyrirvara er hægt að fá inneign sem gildir á annað námskeið síðar.
Leiðbeinendur: Hildur Rut Björnsdóttir og Hekla Guðmundsdóttir
Við tökum vel á móti þér
Hlýjar kveðjur
Hekla og Hildur
@jogatilthin @bandvefslosun


