Námskeið - hópmeðferðir
Í Samkennd bjóðum við upp á fjölbreytt fræðslunámskeið og hópmeðferðarúrræði.
Í Samkennd Heilsusetri starfa reynslu miklir fagaðilar. Hægt er að panta hjá okkur fræðsluerindi, handleiðslu, vinnustofur og ýmsa fræðslupakka fyrir stærri og smærri hópa og fyrirtæki. Við bjóðum upp á námskeið og fræðsluerindi fyrir fyrirtæki, hópa og stofnanir sem og í gegnum fjarfundarbúnað.
Eftirfarandi málefni eru í boði:
- Kulnun, örmögnun og leiðin að bata
- Samkenndarstund með Yoga nidra
- Samkennd í eigin garð og sátt
- Streitustjórnun og seigla
- Streita og núvitund
- Drifkraftur og sátt
- Að lifa í jafnvægi
- Sjálfsöryggi í leik og starfi
- Sterkari sjálfsmynd
- Slökun og líkami minn (verklegt)
- Velgengni og vellíðan
- Heilsumarkmiðin mín
- Meðvirkni
- Samskipti
Á ensku:
NVC – Non Violent Communication – Power of positive and honest communication.
Creating one’s own reality- thoughts, emotions, actions.
Ath. að listinn er ekki tæmandi og við tökum vel á móti nýjum fyrirspurnum.
-
-
FeaturedDesemberKyrrð – Jóga Nidra ferðalag inn á við – Miðvikudagar – Hefst 3. des
Í aðdraganda jóla, þegar dagskráin fyllist og hugurinn fer á flug, er svo dýrmætt að staldra aðeins við. Að anda djúpt, finna jörðina undir sér - og muna að kyrrðin er alltaf til staðar, innra með okkur. DesemberKyrrð er hlý og nærandi stund þar sem þú færð að skilja allar áhyggjur og hugarangur eftir fyrir utan jógasalinn og hvíla í ró.
-
-
FeaturedYin jóga & Bandvefslosun – Mánudagur – Hefst 5. jan
Þetta námskeið er í anda vinsælu pop-up tímanna sem Hekla og Hildur hafa leitt saman. Mýkt og mildi verður í fyrirrúmi í þessum tímum sem enda allir á ljúfri slökun. Í síðasta tíma námskeiðsins verður jóga nidra djúpslökun.
-
FeaturedJóga Nidra hádegishleðsla – Hefst 5. jan
Hvernig hljómar að nýta hádegið til að endurhlaða og fara orkumeiri áfram út í daginn? Jóga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun. Á þessum 45 mínútum upplifir þú algjörlega áreynslulausa streitulosun og ferð endurnærð/ur/t út úr tímanum.
-
FeaturedOrkuflæði – Mán & mið – Hefst 5. jan
Námskeiðið er fjölbreytt jóganámskeið þar sem margar tegundir jóga fá pláss. Sumir tímar eru rólegir og mjúkir, aðrir eru kröftugir og í flæði. Grunnurinn byggist á hatha jógastöðunum en oft er kröftugum æfingum spilað inn í og jafnvel æfingum sem ýta okkur aðeins út fyrir boxið og fá okkur stundum til að brosa og hafa húmor fyrir okkur sjálfum.
-
FeaturedBandvefslosun með Heklu – Mánudagar 18:15 – Hefst 5. janúar
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund.
-
FeaturedMeðvituð líkamsrækt – Kvöldnámskeið – Hefst 5. janúar
Námskeið fyrir konur sem vilja hreyfa sig á meðvitaðan hátt og líða betur í eigin líkama. Námskeiðið samanstendur af rólegu en markvissu hreyfiflæði með áherslu á styrk, liðkun og teyjur.
-
FeaturedBandvefslosun með Heklu – Þriðjudagar 17:15 – Hefst 6. janúar
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund.
-
FeaturedBandvefslosun með Heklu – Þriðjudagar 18:45 – Hefst 6. janúar
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund.