Sólveig María Svavarsdóttir

Kennari

Sólveig hefur undanfarin ár lifað svokölluðum hægum lífstíl. Sem er svar hennar við hröðu samfélagi sem krefst oft mikils af þegnum sínum.

Hún hefur sjálf gengið í gegnum kulnun og heilsubrest og hefur ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að lifa hægara lífi í meiri meðvitund. Slíkar aðferðir eru gagnlegar til að ná bættri heilsu og öðlast meiri lífsgæði.

Námskeið hennar Meðvituð líkamsrækt er byggt upp á eigin reynslu og er rólegt líkamsræktarnámskeið með áherslu á slökun og núvitund. Námskeiðið hentar konum sem vilja rólega hreyfingu, eru að koma sér af stað í líkamsrækt eða glíma við einhvers konar heilsubrest eða streitu. Sérstök áhersla er lögð á rólegt og jákvætt andrúmsloft. Unnið er með líkamlega og andlega heilsu enda nátengt fyrirbæri. 

Menntun

  • Er með b.ed gráðu í grunnskólakennarafræðum frá KHÍ
  • Er með hóptímakennararéttindi frá Fusion fitness academy
  • Hefur sótt mörg námskeið um núvitund og heilsutengd málefni
  • Er fyrrverandi varaformaður Hæglætissamtaka Íslands
  • Hefur sótt mörg námskeið um uppeldistengd málefni og kennslu
  • Er áhugamanneskja um heimakennslu og heimakennir tveimur barna sinna

Miðlar
https://www.blomstrum.com
https://www.instagram.com/homeschooling.in.iceland/
https://www.facebook.com/solveig.svavarsdottir.1

Scroll to Top