Hugrún Sigurjónsdóttir

Sálfræðingur

Hugrún sinnir meðferð fullorðinna og hefur reynslu af greiningu og meðferð á þunglyndi, kvíða, félagskvíða og áfallastreitu.

Hugrún þýddi bókina Hamingjugildran á íslensku árið 2023, sem byggir á ACT hugmyndafræði.

Hugrún hefur áhuga og reynslu til að valdefla einstaklinga sem standa á krossgötum og vilja setja sér ný markmið. Einnig að styðja þá sem lent hafa í erfiðri lífsreynslu og glíma við andlega vanlíðan.

Hugrún notar HAM, ACT og samkenndarmiðaða nálgun í meðferð.

Sérhæfing og áhugasvið
Hugrún lauk viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2021. Þá hefur hún fengið handleiðslu og þjálfun í notkun á ACT (Acceptance and commitment Therapy) á vegum Reykjalundar. Hugrún sat námskeiðið Samkennd í eigin garð, sem er sniðið fyrir fagaðila.

Hugrún hefur mikla reynslu af námskeiðshaldi og heldur reglulega námskeið um hugræna atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða á vegum Reykjalundar. Þá hefur hún haldið stutt fræðsluerindi út frá Hamingjugildrunni.

Menntun og starfsreynsla
Hugrún lauk cand.psych. námi frá Háskólanum í Árósum árið 2000 og hlaut í kjölfarið réttindi til að starfa sem sálfræðingur. Hugrún lauk BA prófi frá Háskóla Íslands árið 1993.

Hugrún hefur starfað sem sálfræðingur á Reykjalundi frá árinu 2021. Hún starfaði sem sálfræðingur við Heilsugæslu Austurlands (HSA) árið 2020-2021 og sinnti það meðferð ungmenna og fullorðinna.

Þá starfaði Hugrún sem sálfræðingur við nokkra grunnskóla í Kópavogi frá 2007-2017.

Hugrún hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, er lærður leiðsögumaður og hefur starfað við leiðsögn. Þá starfaði hún um árabil sem blaðamaður.

Tímapantanir á  https://noona.is/ eða á hugrun@samkennd.is.