Hrafnheiður Valdís Baldursdóttir

Sálfræðingur

Hrafnheiður er sálfræðingur hjá Samkennd heilsusetri og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hrafnheiður er vön vinnu með ýmsan vanda, svo sem erfið áföll, áráttu og þráhyggju, kvíða, lágt sjálfsmat, tilfinningalegar hliðar ófrjósemi, króníska verki, þunglyndi og fleira.

Sérfræði- og áhugasvið
Hrafnheiður blandar saman ýmsum aðferðum í meðferðarnálgun sinni, má þar nefna EMDR áfallameðferð, hugrænni atferlismeðferð, ACT og fleira. Þó er grunnurinn í allri meðferð Hrafnheiðar samkennd (self compassion).

Hrafnheiður vill einnig aðstoða fólk sem er ekki með skilgreindan vanda við að lifa ánægjulegu lífi í veröld sem er bæði full af dásemd en líka erfiðleikum og ósanngirni. Hún leitast við að kenna fólki að sjá hvenær lífið er erfiðara en það þarf að vera.

Menntun og starfsreynsla
Hrafnheiður hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2015 og lauk Cand. Psych í klínískri sálfræði sama ár. Hún starfaði áður hjá sálfræðingunum Gyðu Eyjólfsdóttur og Þórdísi Rúnarsdóttir á stofunni Sálfræðingar Höfðabakka, svo á sálfræðistofunni Heilsustöðin og síðast á EMDR stofunni, áfalla og sálfræðimeðferð. Hrafnheiður lauk B.S.-gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2011 og var í Cand. Psych námi í klínískri sálfræði í Háskóla Íslands frá 2013 til 2015.

Hrafnheiður er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og EMDR félagi Íslands. Hún hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast starfinu, þ.á.m. námskeið í núvitund og samkennd, DBT (díalektísk atferlismeðferð) og lokið fyrsta og öðru stigi í EMDR ásamt því að hafa lært aðferðir til að vinna með flókin áföll.

Rannsóknir
Andleg líðan nýlega greindra alzheimersjúklinga, sinnuleysi, innsæi og lífsgæði; upplifun aðstandenda á sömu þáttum og andleg líðan þeirra.

Áhrif íhlutunar á samstillta athygli hjá barni með einhverfu.

Scroll to Top